Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 37
Fréttamolar... legt hvernig það var að standa þarna í þessu litla húsi, með ættingja nýlátins mannsins allt um kring og hrópa af lífs og sálar kröftum í símann: „Hann er dáinn!“ Gamli og nýi tíminn Nágrannalæknirinn bað mig að fara að bæ skammt frá þorpinu og mundi hann líka koma þar sem hann taldi að ástandið væri alvarlegt. Eg var á undan lækninum á vettvang þar sem mín leið var miklu styttri en hans. Gamall maður lá í rúmi og hafði sáran brjóstverk og reyndi ég að hlú að honum. Brátt kom Iækn- irinn og eftir skoðun ákvað hann að fá þyrlu til að flytja manninn á sjúkrahús. A þessum bæ var enn þá búið í torfbæ og lá sjúklingurinn í rúmi í baðstofunni. Þyrlan kom og lenti skammt frá bænum. Ég harma það enn að hafa ekki haft myndavél að taka mynd af þyrlunni (nútímanum) og torfbænum (fortíðinni) hlið við hlið þarna á hlaðinu. Þegar hundurinn át skó læknisins Læknir var hjá okkur í þorpinu um skeiö. Hann I var kallaður í vitjun og fór fótgangandi enda aðeins örstuttan spöl að fara. Hann fór úr skón- um í forstofunni og fór sfðan inn að skoða sjúkl- inginn. Að skoðun lokinni þáði hann kaffisopa hjá húsráðendum sem voru góðir kunningjar | hans. Þegar hann svo ætlaði að fara fann hann hvergi skóna sína og varð að lokum að fá lánaða skó til að ganga á heim. Þegar þangað kom hitti hann fyrir hundinn sinn á dyrahellunni. Hafði hundurinn sótt skó húsbónda síns og var nú að gæða sér á öðrum þeirra. Það sagði einu sinni mætur og virtur læknir í mín eyru að ef við, sem störfum í heilbrigðisþjónust- unni, gætum ekki séð það góða og spaugilega í störfum okkar, nrundum við ekki lifa af. Þetta má vissulega til sanns vegar færa. Mér varð oft hugsað til þessara orða þann tíma sem ég starfaði sem héraðshjúkrunarkona. Þrátt fyrir dapurlegar | uppákomur voru líka mörg góð og skemmtileg ! atvik á þeirri tíð sem notalegt er að minnast. Nýr fjarfundarbúnaöur tekinn í notkun Nýr fjarfundarbúnaöur var tekinn í notk- un hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræöinga 17. nóvember. Elsa B. Friöfinnsdóttir, formaöur félagsins, og Helga Birna Ingimundardóttir, hagfræöingur, kynntu hjúkrunarfræöingum á 11 stööum um land allt kjarasamning félagsins og fjár- málaráöherra sem rann út 30. nóvember 2004. Jafnframt fór fram kynning á kröf- ugerð félagsins og fariö yfir stöðu samningamála. Vísindadagur RHLÖ Vísindadagur Rannsóknastofu Háskóla íslands og Landsspítala- háskólasjúkrahúss í öldrunarfræöum, RHLÖ, var haldinn í Salnum í Kópavogi föstudaginn 29. október. Jón Eyjólfur Jónsson, öldrunarlæknir, flutti fyrirlestur um rannsókn á heilbrigði tveggja kynslóða áttræöra Reykvíkinga er hann nefndi 80+/-. Þá fjallaði Hanna Lára Steinsson, félagsráögjafi, um heilabilun á miðjum aldri. Hildur Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, flutti kynningu á öldrunar- rannsókn Hjartaverndar er nefndist „Er lykill að heilbrigöri öldrun?" Að loknu kaffihléi kynnti Þorlákur Jónsson, lífefnafræðingur hjá íslenskri erföagreiningu, erföarannsókn á alzheimersjúkdómi, samvinnuverkefni íslenskrar erföagreiningar og öldrunarsviðs LSH. Dagskránni lauk með fyrirlestri dr. Hólmfríöar Gunnarsdóttur, sérfræöings á rannsókna- og heilbrigöisdeild Vinnueftirlitsins, á vinnuálagi og líöan kvenna í öldr- unarþjónustu. 13 fengu akademískar nafnbætur Háskóli íslands hefur veitt 13 starfsmönnum á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi akademískar nafnbæt- ur. Þaö var gert viö athöfn í hátíðarsal Háskóla íslands fimmt- udaginn 21. október 2004 þar sem Páll Skúlason rektor afhenti hverjum og einum skírteini til staöfestingar á nafnbót frá þrem- ur deildum Háskólans, læknadeild, félagsvísindadeild og hjúkrunar- fræöideild. Helga Bragadóttir var eini hjúkrunarfræöingurinn sem var í þessum hópi. Þetta er í fyrsta skipti sem Háskóli íslands veitir slíkar nafnbætur og er þaö gert á grundvelli samstarfssamnings HÍ og LSH. Samkvæmt samningnum voru settar reglur um viöurkenningu Háskóla íslands á akademisku hæfi starfsmanna á Landspitala - háskólasjúkra- húsi og veitingu akademískrar nafnbótar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.