Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 41
Fréttamolar... háskólasjúkrahúsi, og dr. Kristján Kristjánsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, þátt í þeim umræðum auk þinggesta. Sigríður sagði frá fyrirbærafræðinni sem leið til að kanna mannleg fyrirbæri sem viðkomandi vill skilja betur. Hún sagði t.d. frá rannsókn um reynslu kvenna sem hefði verið nauðgað og vanda við að hjúkra konum, sem lent hefðu í þeim ósköpum, fyrir konur sem ekki hefðu þessa reynslu. Upphafsmaður fyrirbærafræðinn- ar er náttúruvísindamaðurinn Husserl sem lagði áherslu á mikilvægi þess að lýsa atvikum eins og þau gerðust, „lýstu þessu eins og það er“. Persónuleg reynsla rannsakanda er lögð til hliðar en það hefur verið nefnt „bracketting“. Hildur sagði frá reynslu sinni af fyrirbærafræðinni þar sem hún væri fædd inn í pósitíviskan heim. Kristján Kristjánsson sagði að þrenns konar rök væru aðallega gegn fyrirbærafræðinni, í fyrsta lagi að aðferðin væri óvísindaleg, í öðru lagi að erfitt væri að losna við það sem maður veit fyrir fram og því erfitt að nota „bracketting" hugtakið, og í þriðja og síðasta lagi væri fyrirbærafræðin íhaldssöm þar sem raunveruleiki allra er misjafn. Kristjá hugaði að lokum að mögulegum svörum við þessari gagnrýni. Samræðuþinginu var þar með Iokið en daginn eftir var boðið upp á vinnusmiðju um viðtöl í rannsóknum. Prófessor Steinar Kvale flutti erindi þar sem hann sagði frá því hvernig unnt væri að læra að taka viðtöl og að því loknu voru almennar pallborðsumræður. Að loknu heilsuhléi tóku dr. Steinar Kvale, dr. Guðrún Kristinsdóttir, Hanna Björg Sigurjónsdóttir og dr. Rannveig Traustadóttir þátt í pallborðsumræðum um ýmsa siðferðilega þætti er lúta að viðtölum. I lcjölfa- rið voru almennar umræður undir stjórn Hildar Magnúsdóttur. Dr. Steinar Kvale flutti svo lok- aorð sem hann nefndi „Megindlegt kenninga- kerfi félagsvísinda“ og í lokin voru umræður sem dr. Kristján Kristjánsson stjórnaði. Þátttakendur voru mjög ánægðir með þetta framtak og mikill áhugi virtist fyrir fleiri slíkum málþingum. MS-próf í hjúkrunarfræði Arndís Jónsdóttir Rannsókn á tengslum ástvinamissis viö heilsu og vellíöan fulloröinna íslendinga fyrsta áriö eftir missi. Leiöbeinandi: dr. Guörún Kristjánsdóttir, prófessor Guörún Guðmundsdóttir Hjálparleit einstaklinga sem eiga við andlega vanlíðan að stríöa. Leiðbeinandi: dr. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor Þorbjörg Sóley Ingadóttir Reynsla sjúklinga og aöstandenda þeirra af langtímameöferð með heimaöndunarvél og súrefni. Leiöbeinandi: dr. Helga Jónsdóttir, prófessor BS-próf í hjúkrunarfræði Jónína Kristjánsdóttir Lystarstol - Fræðileg úttekt. Leiðbeinandi: dr. Páll Biering og Jóhanna Bernharösdóttir, lektor Margrét Aöalsteinsdóttir Reynsla hjúkrunarfræöinga af störfum sínum viö hjúkrun aldraðra. Leiöbeinandi: dr. Margrét Gústafsdóttir, dósent Námskeið Innri friður - innri styrkur Helgamámskeiö veröa haldin aö Fögruhlíö í Fljótshlíð. Helstu markmið eru aö auka sjálfsþekkingu og efla samskiptahæfni. Áhersla er lögö á jákvæða hugsun og slökun. Leiöbeinandi er Bergþóra Reynisdóttir, geðhjúkrunarfræöingur, og Katrín Jónsdóttir, svæöa- og viöbragösfræöingur, veröur gestafyrirl- esari og sér um slökun. Áhersla er lögö á næringarríkan og ferskan mat, m.a. grænmetisfæði. Tími: 22.-24. janúar 2005 11.-13. febrúar 2005 4.-6. mars 2005 1.-4. apríl 2005 22.-24. apríl 2005 6.-8. maí 2005 20.-22. maí 2005 Verð: 28.000 Verslunarmannafélag og fleiri stéttarfélög veita styrk til þátttöku. Nánari upplýsingar: liljan@isl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.