Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 42
Valgerður Katrín Jónsdóttir Samtöl í eigindlegum rannsóknum, frelsa þau eða þvinga? Dr. Steinar Kvale var aðalfyrirlesarinn á samræðuþinginu á Akureyri. Hann hóf mál sitt á því að ræða um auknar vinsældir eigindlegra rannsóknaraðferða í félagsvísindum undanfarna áratugi. Sjálfur hefur hann lagt sitt af mörkum á þessu sviði, ritað ótal greinar frá árinu 1979, m.a. skrifað bókina „InterViews”. Hann sagðist oft hafa furðað sig á vinsældum viðtala innan félagsvísindanna og nú á síðari árum hefði hann vissar áhyggjur af þessari þróun. Kvale benti á þá staðreynd að fyrir 25 árum hefðu eigindleg rannsóknarviðtöl varla þekkst í aðferðafræðibókum félagsvís- indanna. Hann sagði hægt að skilgreina rannsóknarviðtöl sem samtal sem hefðu það markmið að fá lýsingu á heimi viðmæl- andans til að geta skilgreint hann. Kvale sagðist í fyrirlestri sínum ætla að ræða ástæðurnar fyrir vinsældum rannsóknarviðtala nú um stundir. Þær stöfuðu í fyrsta lagi af breytingum á hugmyndum um þekkingu. Þannig hefði fræðileg þekking vikið fyrir áþreifanlegri og hlutbund- inni þekkingu í félagsvísindunum undanfarna áratugi. Aukinn áhugi er því á þekkingu hversdagsins, þeirri þekkingu sem mótar líf fólks frá degi til dags og felur einnig í sér þekkingu sérfræðinganna, því hvernig sérfræðingar hegða sér í störfum sínum en hegðan þeirra grundvallast á vísindalegri þekkingu sem þeir hafa aflað sér hver á sínu sviði. Eigindlegt rannsókn- arviðtal gefur því einstakan aðgang að lífi venjuiegs fólks sem og sérfræðinga. Það hafa einnig orðið breytingar á þekkingar- fræðilegum hugmyndum um eðli þekkingar. Vísindalegar hug- myndir um þekkingu, sem byggjast á staðreyndum og reglum, réðu ríkjum innan félagsvísindanna hér áður, en á seinni ára- tugum hafa hugmyndir um þekkingu byggst á breiðari grund- velli. Þær hugmyndir fela í sér lýsingu á fyrirbærum eins og þau koma fyrir, vitund og lífinu sem lifað er hverju sinni, þær eru túlkunarfræðilegar skýringar á innihaldi texta og „post- modern“ áherslu á þekkingu sem er komin undir samhengi, tengslum, samræðum, tungumáli og frásögn. Innan þessara ólíku hugmynda um þekkingu er viðtalið og sú þekking, sem það býr til, aðalaðgangur að yfirráðasvæði félagsvísindanna. Kvale sagði að rannsóknarviðtöl virtust í fyrstu vera auðveld rannsóknaraðferð þar sem þau eru svo lík samtölum sem við notum dagsdaglega. Erfiðleikarnir við rannsóknarviðtöl koma „Valdastaða þess sem spurður var, var sjaldan til umræðu" fram síðar í rannsóknarferlinu eins og margir| kannast við þegar farið er að greina það. Hann bætti við að einföld en ekki endilega raunsönn skýring á því hvers vegna rannsóknarviðtöl væru mikið notuð innan félagsvísindanna væri sú að þá þyrfti ekki að nota flókna tölfræði í rannsókn- arferlinu. Þá ræddi Kvale goðsögnina um að hin eigindlega rannsóknaraðferð væri í eðli sínu framsækin. Hann sagði að þegar hann hefði hafið sinn rann- sóknarferil með eigindlegri rannsóknaraðferð á seinni hluta áttunda áratugarins hefði verið litið á viðtöl sem framsækið samræðuform sem gaf fólki tækifæri til að lýsa veruleika sínum með eigin orðum og rannsakendurnir gátu einhliða samsamað sig þeim sem þeir voru að rannsaka. Valdastaða þess sem spurður var, var sjaldan til umræðu. I sumum hópum húmanista og femín- ista var jafnvel litið á eigindleg viðtöl sem frels- andi afl. Opin eigindleg viðtöl hafa verið talin í anda femínista sem leggja áherslu á reynslu og huglægni í nánum persónulegum samskiptum og gagnkvæma huglægni rannsakanda og þess sem er rannsakaður. Því hefur einnig verið haldið fram að spurningalistar henti betur hinni línu- legu hugsun karla en hin mjúku eigindlegu rann- 40 Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.