Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Page 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Page 10
 Gyða Baldursdóttir, fundarstjóri kynnir erindi Þórdis Ingólfsdóttir Lauru Scheving Thorsteinsson Dagbjört Þyri Þorvaldsdóttir ræddi nauðsyn þess að byggja upp heilsugæsluna og benti á að kostnaður hefði margfaldast við það að ákveðið var 1996 að fella niður tilvísanakerfið. Hún lagði fram þá spurningu hvort hjúkrunarfræðingar ættu að beita sér þegar verið væri að taka slíkar ákvarðanir. Margrét sagði að hjúkrunarfræðingar ættu að láta til sín taka á sem flestum sviðum og sagði heilbrigðiskerfið á höfuðborgarsvæð- inu og úti á landsbyggðinni vera sem tvö ólík kerfi. Rúnar sagði ýmis sóknarfæri varðandi heilbrigðiskerfið og hvernig unnt væri að bæta þjónustuna. Hann lagði áherslu á að gera heilsugæsluna að öflugum fyrsta áfangastað innan heilbrigðis- þjónustunnar. Hann sagði að einhver vís maður eða kona hefði sagt að hjúkrunarfræðin væri drottning heilbrigðiskerfisins og besta nýting á heilbrigðisstarfsfólki fælist í því að kanna fyrst hvað hjúkrunarfræðingur getur gert fyrir skjólstæðing áður en honum er vísað annað. Það þyrfti að styrkja heilsugæsluna, margir leituðu til sérfræðinga sem eru kostnaðarsamir. Elsa lagði áherslu á að hjúkrunarfræðingar ættu ekki að sitja hjá þegar ákvarðanir væru teknar varðandi heilbrigðisþjónustuna, það væri mjög jákvætt fyrir hjúkrunarfræðinga að á þá væri hlustað og hjúkrunarfræðingar hafa ólíkar skoðanir sem þeir þurfa að koma á framfæri. Félagið gæti gert ýmislegt en gerði ekkert án hjúkrunarfræðinganna sjálfra. Sigríður Pálmadóttir sagði hjúkrunarfræðinga eiga marga sterka og sýnilega fulltrúa á landsbyggðinni. Hún sagði mikilvægt að kostnaðargreina öll verk sem hjúkrunarfræðingar ynnu til að fólk gerði sér grein | fyrir því hvað hjúkrunarfræðingar eru að fást við. Elsa benti á að Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra, hefði bent á að hjúkrunarfræðingar væru óduglegir við að skrá verk sín, samkvæmt þeim verkum sem skráð væru á tilteknu tímabili hefði mátt fækka hjúkrunarfræðingum, læknar væru mun duglegri að skrá verk sín. Þá væri einnig Anna Birna Jensdóttir kynnir niðurstður hópastarfs afar mikilvægt að kostnaðargreina hjúkrunarverk. í það nýttist án efa sú vinna sem farið hefði í skráningarkerfið Sögu og í DRG-mælingar á LSH og víðar. Anna Björg Aradóttir benti á að unnið væri að endurskoðun heilbrigðisáætlunar til 2010 og hjúkrunarfræðingar þyrftu að taka þátt í þeirri ( endurskoðun þar sem mikið væri fjallað um marga. þætti sem hefðu verið til umræðu á þinginu og í umræðunum. Sigrún Gunnarsdóttir sagði hjúkr- unarfræðinga ekki nægilega sýnilega og varpaði fram spurningu um hvers vegna þeir væru það ekki. Hún sagði hjúkrunarfræðinga mjög kröfu- harðan hóp og gagnrýnan. Þeir gætu því að mörgu leyti sjálfum sér um kennt hver staðan væri, enginn væri fullkominn og þeir þyrftu að treysta sjálfum sér, virða sjónarmið annarra og vera umburðarlyndir hver gagnvart öðrum. Ingibjörg: Pálmadóttir sagði hjúkrunarfræðinga verða að vera milda og máttuga. Hún sagðist myndu kjósa: þann sem gæti komið á tilvísanakerfi á Islandi, fslendingar væru sjálfstæðir og ákveðnir og ef þeir vildu til sérfræðinga þá tækist þeim það, hvort sem tilvísunarkerfi væri við lýði eða ekki. Berglind Guðnadóttir sagði að bæta þyrfti öryggi sjúklinga á stofnunum, ofbeldi væri að aukast á bráðadeildum og geðdeildum og spurði hvernig! hjúkrunarfræðingar stæðu gagnvart líkamsmeið- ingum. Laura Scheving Thorsteinsson sagði að mikið væri um ófaglært starfsfólk, t.d. í öldrun- arþjónustu, sem talaði ekki íslensku og því væri sjúklingahópum mismunað og öryggi sjúklinga og| starfsmanna tengdust göllum í vinnuferlinu. Elsa sagði hjúkrunarfræðinga tryggða fyrir ofbeldi í | Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.