Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 43
RÁÐSTEFNA Samtöl í eigindlegum rannsókn- um, frelsa þau eöa þvinga? benda á mikilvægi valdsins þegar verið er að ná samkomulagi í :ýmsu félagslegu samhengi, svo sem í fyrirtækjum, menntun og einnig í félagslegum rannsóknum. Hann setti fram þá tilgátu að ein ástæða þess að samtalið væri jafn vinsælt og raun ber vitni væru hin mjúku valdayfirráð og hið falda vald sem þau bera með sér. Hann benti á að í menntakerfi Danmerkur væri algengt að tala um að nemendur og kennarar komist að sameiginlegri niðurstöðu með samræðum, en hann telur vafasamt að ræða um kennara og nemanda án þess að ólík valdastaða sé tekin með í reikninginn. I dag er meiri áhersla lögð á ráðgjafa, hvort sem það er í bankanum eða í skólastofunni, ráðgjafinn á að koma nemandanum í gegnum prófið á sem auðveldastan hátt. Samræður á vinnustöðum og í menntakerfinu geta því haft í för með sér leynda stjórnun. Þessar samræður geta skapað hugmyndir um persónulegt frelsi og jafnræði við ýmsar félags- legar aðstæður sem einkennast af valdaójafnvægi, svo sem á vinnustöðum milli vinnuveitanda og starfsmanns, milli banka- starfsmanns og þess sem sækir um lán, í menntakerfinu milli kennara og nemanda, milli ráðgjafa og þess sem fær ráð. sóknargögn tengist betur reynsluheimi kvenna. Kvale sagði að eflaust mætti hugsa sér að eig- indleg viðtöl væru framsækin í ýmsu samhengi. Hann sagðist þó fremur hafa áhuga á að benda á þætti sem hefðu verið minna í umræðunni, svo sem það hvort viðtölin væru þvingandi, hvort valdaójafnvægi væri í rannsóknarviðtölunum og skoða rannsóknarviðtöl sem hluta af viðtals- menningu, t.d. hin ósýnilegu tengsl milli rann- sóknarviðtala og neyslusamfélagsins. Hann beindi orðum sínum að þvingandi þáttum samtala. Samtal er oft notað sem hugtak um eig- indleg rannsóknarviðtöl. Hann sagði heimspeki- leg samtöl, eins og þau tíðkuðust hjá Plató, hefðu haft það markmið að komast að sannleikanum. Gadamer lýsir hinu platónska samtali sem sam- ræðum þar sem tvær manneskjur skilja hvor aðra, opna sig hvor fyrir annarri og reyna að skilja hvor aðra enn betur. Það er ekki vilji hvorrar mann- eskjunnar fyrir sig sem skiptir máli í þessu sam- bandi heldur lögmál viðfangsefnisins sem leysir úr læðingi fullyrðingu og gagnfullyrðingu þangað til þátttakendurnir ná fram samkomulagi um efni samræðunnar. Hann sagði að í staðinn fyrir að líta svo á að viðtöl væru framsækin vildi hann Þá vék hann að valdaójafnvæginu í rannsóknarviðtölunum sem eru ólík venjulegum samtölum eða samtölum eins og þau tíðk- uðust á dögum Sókratesar. Hið eigindlega rannsóknarviðtal ber með sér valdaójafnvægi, það er einhliða samtal, óbeint og hjálplegt viðtal og sá sem spyr sér einn um að skilgreina það. Rannsakandinn hvetur til samtalsins, ákveður innihaldið, spyr spurninga og fylgir þeim eftir með öðrum spurningum og lýkur viðtalinu. Hlutverk rannsakandans er að spyrja og þátttakand- ans að svara. Rannsóknarsamtalið er því mjög ólíkt samræðum eins og þær tíðkuðust á dögum Sókratesar. Rannsóknarviðtal beinist oft að duldum spurningum eða að afla þekkingar sem sá sem spurður er veit ekki um. I viðtölunum getur spyrj- andinn virst þátttakandi með því að taka þátt í umræðunni en jafnframt er hann að fylgjast með viðmælandanum, hvernig og hvers vegna hann segir tiltekna sögu. Gott samtal er samtal sem gefur rannsakandanum efnivið í rannsóknina, niðurstöður sem hann vill gjarnan sjá, en er ekki endilega leit að sann- leikanum. Rannsakandinn sér um að greina samtalið og hefur einokunaraðstöðu í því sambandi. I daglegum samræðum og heimspekilegum samtölum getur fólk greint á um merkingu sem lögð er í það sem sagt er. En í rannsóknarviðtölum er rannsakandinn eini „löglegi“ greinandinn. Rannsóknarviðtalið ler því ekki opið og yfirráðlaust samtal tveggja jafningja heldur sérstakt samtai þar sem sá sem spyr stjórnar samtalinu í sam- ræmi við áhugasvið rannsóknarinnar. Hann sagði eina ástæðu þess hve viðtölin væru vinsæl nú um stundir þá, að með því að nota þau stæðu frjálslyndir húmaniskir rannsakendur í þeirri trú og blekkingu að þeir stæðu jafnfætis þeim sem þeir rann- saka og hefðu sömu áherslur, en þeir hefðu í raun yfirráð yfir Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.