Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 39
RAÐSTEFNA Samræöuþing um eigindlegar rannsóknir að skrifa fræðilega kaflann síðast. Heilmiklar umræður sköpuðust í salnum, svo sem um ólíkar aðferðir hinna eigindlegu rannsókna, hvort auð- veldara væri að nálgast viðfangsefnin með því að spyrja spurninga eða með þátttökuathugun. Einhver hefði líkt því að spyrja spurninga við að hleypa af byssu, við það færu allir í felur. Þeir sem fylgjast með fá hins vegar upplýsingarnar um allar litlu staðreyndirnar með því að vera kyrrir. Fjallað var um rannsóknarferlið þar sem efniviður þrengir sér niður í dulvitundina þegar rökhugsun þrýtur, hugarástand breytist og flæði verður til þar sem ríkir fullkomin einbeiting og fólk sökkvir sér ofan í viðfangsefnið. Þá fjölluðu dr. Kristján Kristjánsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, og dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, deildarforseti kennaradeildar Háskólans á Akureyri, um hugtakagreiningu, hvort hún sé forsenda rannsókna eða misskilin krafa. Kristján gerði að umtalsefni rökleg skilyrði þess að hugtök kölluðust lokuð/ hálflokuð, en að slík- um hugtökum beinist mest athygli innan félags- fræðinnar, svo sem „frelsi, afbrýðisemi, menntun, heilbrigði eða einelti", nær opin, svo sem hugtak- ið „leikur", og galopin, svo sem „fegurð, skemmti- legt eða bragðgott". Hann sagði hugtakagreiningu sjálfstæða rannsóknaraðferð sem væri forsenda annarra rannsókna. Guðmundur kom svo fram með gagnrýni á hugtakagreiningu, hugtakagrein- ing sé komin úr heimspeki en vísindi séu hins vegar í stöðugri þróun. Hugtakagreining er einnig venjubundin, kemur úr tilteknu samfélagi og tekur mið af því. Þessari gagnrýni hefur verið svarað með því að hugtakagreining sé til þess fallin að gera fræðimenn færari f að hugsa skýrt um viðfangsefnið á hvaða sviði sem það er og tungumál sé samskiptatæki sem gegni líku hlut- verki í flestum samfélögum. I kjölfarið fóru fram nokkrar umræður meðal þátttakenda, m.a. um þekkingu, hvort öll vísindi byggðust ekki á vísindaheimspeki og hvort rökhyggja gæti tekið á öllum málum, svo sem innsæi eða hugljómun. Dr. Sigurður Kristinsson, lektor við Háskólann á Akureyri, og Sigmundur Sigfússon, yfirmaður geðdeildar og formaður siðanefndar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, ræddu um hvenær rann- sókn er siðferðilega réttlætanleg. Sigurður ræddi almenn atriði varðandi siðfræði, svo sem hverjir Rannveig Traustadóttir og Þorvaldur Kristinsson ræddu um hver mætti rannsaka hverja Sigmundur ræddi um ramma í lögum og reglugerðum, lög um réttindi sjúklinga og alþjóðlegar siðfræðilegar ráðleggingar um Iæknisfræðilegar vísindarannsóknir á mönnum. Hlutverk siða- nefndar er að vernda þátttakendur í rannsóknum og Ieiðbeina rannsakendum. Hann benti á, að ef rannsóknaráætlun er aðferðafræðilega röng sé hún líka siðferðilega röng. Hann lagði áherslu á sjálfsforræði sjúklinga og að þeir mættu hætta þátt- töku án þess að það spillti rétti þeirra til heilbrigðisþjónustu. Að loknu hádegisverðarhléi veltu þær dr. Helga Jónsdóttir, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Islands, og dr. Hanna Björg Sigurjónsdóttir, Iektor við Háskóla Islands, vöng- um um rannsóknir á viðkvæmum hópum. Helga velti m.a. fyrir sér völdum og ábyrgð rannsakenda og mikilvægi þess að bera virðingu fyrir sjálfræði þátttakenda og að valda þeim ekki skaða. Hún ræddi um nærgöngula gagnasöfnun og að sektarkennd og skömm geti haft áhrif á samræður, t.d. þegar rætt er um heilsuspillandi atferli eins og reykingar. Þá ræddi hún um fjölbreytileika í gagnagreiningu og ígrundun reynslunnar, hvort fólk hafi verið í samskiptum við þá sem það er að rannsaka. þátttakendur eru, t.d. sjúklingar eða sjálfboðaliðar, og hvaða ástæður eru fyrir þátttöku þeirra. Þá ræddi hann samband rannsakanda og þátttakanda, það skipti máli hvort rannsakandi væri t.d. meðferðaraðili, og mun á þjónusturannsókn og vísinda- rannsókn. Hann ræddi tengsl rannsakanda og styrktaraðila, hvort rannsóknin þjónaði réttmætum tilgangi og hvort hún fæli í sér ónauðsynlega áhættu fyrir þátttakendur, hvort rannsóknin hefði samfélagslegar afleiðingar eða markmið, hvort hún stuðlaði að réttlæti eða viðhaldi ranglæti. Skoða þurfi einnig hvort rannsókn virði friðhelgi einkalífs og hvort virðing sé borin fyrir sjálfræði þátttakenda. Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.