Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 45
RAÐSTEFNA Samtöl í eigindlegum rannsókn- um, frelsa þau eöa þvinga? viðtalskringumstæðunum og því hvernig farið væri með þá þekkingu sem þeir öfluðu. Kvale ræddi nokkur önnur viðtalsform, svo sem viðtal sálgreinandans en þar er valdajafn- vægi, markmið spyrjandans er að viðmælandinn öðlist betri heilsu og þar af leiðandi betra líf. Spyrjandinn skilgreinir það sem viðmælandinn segir honum en hann getur brugðist við þeirri skilgreiningu. Hið platónska samtal er einnig samtal jafningja þar sem valdajafnvægi ríkir, báðir spyrja og skýra það sem hvor um sig hefur lram að færa. Hann vék að viðtalsmenningunni í samfélaginu í dag. Hann sagði greinilegt að óbein stjórn- un væri sífellt meira áberandi í samfélaginu. Einstaklingurinn með reynslu sinni, tilfinningum og ákvörðunum er í fyrirrúmi og einkalífið er gert opinbert í fjölmiðlum og með rannsóknum. Félagsfræðingar hafa velt vöngum yfir því hvers vegna viðtalið er jafn vinsælt og raun ber vitni. Þeir hafa bent á siðina í dag þar sem einstakling- urinn hefur verið í brennidepli og viðtalið þjónað því markmiði að veita upplýsingar um náungann, innsta kjarna hans, langanir og þrár. Fjölmiðlarnir hafa í mörgum samtalsþáttum komið fram með nýja siði, lífsjátningar þar sem fólk segir frá persónulegu lífi sínu. Neysiusamfélagið vill fá sem gleggstar upplýsingar um neytendur til að geta selt vöru sína og því skiptir miklu máli að fá upplýsingar um reynslu og drauma. Tilgangur lifsins felst í neyslunni og hið tóma sjálf er fyllt með varningi með tilheyrandi vörumerki. Oörugg sjálfsmynd, hefðir sem eru á undanhakli sem og ! félagsleg tengsl skapa tóma sjálfsvitund, eða eins og listamaðurinn Barbara Kruger segir í einu j verka sinna: „Ég versla og því er ég til.“ Eigindleg viðtöl hafa því orðið aðallykillinn að heimi neyt- andans. Kvale líkti eigindlegum rannsakendum við úlfinn í sögunni um Rauðhettu, þeir gætu verið úlfar í ! sauðargæru, „gervivinir“ viðmælendanna. 1 vinnusmiðjunni daginn eftir fjallaði Kvale um hvernig unnt væri að læra að taka viðtöl. Hann ; gerir því reyndar góð skil í bók sinni InterViews en í vinnusmiðjunni ræddi hann um viðtalslist- ina, ýmsa þætti sem er erfiðara að skilgreina, svo i sem mikilvægi þess að spyrjandinn sé næmur áj viðmælanda og kringumstæður, gagnrýninn og vel þjálfaður í að taka eftir öllum smáatriðum og lýsa þeim. Sá sem spyr er aðaltækið í rannsóknarviðtalinu, og það hversu viðtalið er gott grundvallast á kunnáttu spyrjandans og hæfni, en það tekur tíma að öðlast þá færni. Hann sagði bók sína InterViews góðaj fyrir byrjendur, þar væri gerð grein fyrir öllum helstu grund- vallarreglum varðandi viðtalstækni. Það mætti líkja henni við: kennslubók í skák, þar gilda ýmsar grundvallarreglur, t.d. um mannganginn. Góður skákmaður er þó hættur að sjá einfaldar reglur í stöðunni heldur lítur á skákborðið í heild sinni og sér lausnir. Svipaða sögu má segja um þann sem er þjálfaður í að taka viðtöl. Hann fer beint í að spyrja um kjarna málsins og þarf að búa yfir góðri þekkingu á viðfangsefninu. Þá talaði Kvale um listina að hlusta og setja fram spurningu númer tvöj út frá fyrstu spurningu en það útheimti einnig góða þekkingu á viðfangsefninu. Hann taldi menn þurfa að þjálfa sig í 1-2 ár til að geta tekið góð viðtöl og taldi marga rannsóknarspyrjendur ekki hafa næga undirbúningsþekkingu til að taka góð viðtöl. En hvernig er hægt að bæta sig á þessu sviði? Til að bæta viðtölin sagði hann spyrjendur verða að setja fram skýrar spurningar og taka viðtöl til að læra af þeim. Lífsreynsla spyrjandans skipti einnig mjög miklu máli og hann hvatti nemendur til að öðlast hana. Sagði m.a. frá rannsakanda sem ætlaði að taka viðtöl við sjúklinga og til að setja sig í spor þeirra lét hann loka sig inni Fjölmargir þátttakendur voru á samræöuþinginu á sjúkrahúsi. Miklu skipti einnig að fólki liði vel í viðtalinu, kynni vel við spyrjandann og treysti honum. I viðtalinu læra báðir aðilar með óbeinum hætti, sá sem rætt er við getur lært ýmislegt um sjálfan sig í viðtalinu og góð viðtöl breyta fólki. Kvale var spurður hversu aðgangsharður spyrjandi ætti að vera til að komast að sannleikanum. Hann svaraði að það væri ekki siðferðilega rétt að ganga nærri fólki í rannsóknarviðtaii, slíkt væri eingöngu réttlætanlegt ef um geðlækni væri að ræða, sem Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.