Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 55
 til þessa hefur veriö fjarkennt til Akureyrar, ísafjaröar, Neskaupsstaðar, Snæfellsnesbæjar og Vestmannaeyja, til alls 31 nemanda. Til viöbótar fjarkennslunni hafa kennarar farið á staðina og haft umræöufundi meö nemendum og eins hafa nemendur komiö í skólann, m.a. í verknámsstofu, til aö þjálfa færni í heilsufarsmati. Þessar nýju diplomanámsleiöir hafa styrkt klíníska meistaranámið sem fyrr varfjallað um. Nú hafa meistara- nemendur úr verulegum fjölda námskeiða aö velja þar sem lögð er áhersla á hugmyndafræðilega og gagnreynda þekkingu og hagnýtingu hennar í klínískum aðstæðum. Upplýsingar um námskeið í boði er að finna á vef- síðu hjúkrunarfræðideildar. Hluti námskeiða í diploma- námsleiðum standa sjálfstæð og eru opin nemendum í framhaldsnámi innan og utan hjúkrunarfræðideildar og einnig nemendum sem ekki eru í formlegu námi i Háskóla ísiands. Tvö námskeið verða auk þess kennd í samvinnu við Endurmenntunarstofnun H.í. á vorönn. Námsleiðir í undirbúningi - diplomanám á meistarastigi í heilsugæslu og stjórnun og meistaranám á sömu sviðum. í undirbúningi er að koma á fót sérstakri diploma- og meistaranámsleið í heilsugæslu. Þeim er ætlað að koma til móts við þarfir hjúkrunarfræðinga sem starfa í heilsugæslu með það að markmiði að þjálfa þekkingu og færni á fjölmörgum klínískum sér- sviðum. Einnig geta nemendur sérhæft sig í stjórnun innan heilsugæsl- unnar með því aö leggja áherslu á námskeið í stjórnunarnámsleiðinni. Námsleiöin í heilsugæslu samanstendur af þremur sérsviðum: heima- hjúkrun, skólahjúkrun og ungbarnavernd. Boðið veröur upp á diploma- námsleiðir til 20 eininga á þessum þremur sérsviðum. Námsleiðirnar samanstanda af sameiginlegum kjarnanámskeiðum og síðan einu nám- skeiði til sérhæfingar og ööru valnámskeiöi á hverri diplomanámsleið. Þessi námskeið er hægt að fá metin hyggist nemandi sækja um meist- aranám í hjúkrunarfræði. Á sama hátt geta hjúkrunarfræðingar sótt strax í upphafi náms um meistaranám og síðan valið úr þau námskeið sem þeir í samráði við leiðbeinendur telja mikilvæg. Komið hefur í Ijós að töluverður áhugi er á framhaldsnámi, sérstak- lega í heilsugæslu og stjórnun, á meðal hjúkrunarfræðinga sem ekki hafa nægilegan undirbúning til að hefja nám, þ.e. þeir sem ekki hafa BS próf eða samsvarandi nám. Því verður lögð sérstök áhersla á það á skólaárinu 2005-2006 að gera hjúkrunarfræðingum kleift að sækja til- heyrandi undirbúningsnámskeið. Upplýsingar um undirbúningsnámskeið er að finna á heimasíðu deildarinnar. Jafnframt er í undirbúningi diplomanámsleið í stjórnun sem mun hefjast haustið 2005. Henni er ætlað að koma til móts við þarfir þeirra hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra sem ekki hyggjast leggja stund á meistaranám eða sem kjósa að hefja framhaldsnám með þessum hætti, þ.e.a.s. byrja á diplomanámi og halda síðan áfram eiginlegu meistara- námi. Námir miöar að því að undirbúa hjúkrunarfræðinga og Ijósmæöur undir stjórnunarstörf, einkum sem millistjórnendur. Á sama hátt og í diplomanámi í heilsugæslu verður nám á diplomanámsleið í stjórnun metið til styttingar meistaranámi í stjórnun. Á skólaárinu 2005-2006 verður fjöldi sérhæfðra námskeiða í heilsugæslu og stjórnun í lágmarki til þess að þeir sem eiga eftir að afla sér tilskilins undirbúnings hafi tök á því að gera það samhliða. Umfang framhaldsnáms í hjúkrunarfræði hefur aukist frá því að taka inn átta nemendur á einni námsleið haustið 1998 til þess að bjóða upp á fjórar meistaranámsleiðir, nokkrar og breytilegar diplomanámsleiöir og nú síðast doktorsnám vorið 2004. Haustið 2004 hófu 89 nýnemar meistaranám og diplomanám á meistarastigi í deildinni. Með þessari aukningu nemenda og vaxandi fjölbreytni skapast miklir möguleik- ar til aö efla sérhæfingu og sérþekkingu í hjúkrun á Islandi. Á sama tíma hefur hjúkrunarfræðideild skilgreint fræðasvið og fræðigreinar innan deildarinnar og fyrir hverju fræðasviöi er forstöðumaður. Eitt af hlutverkum hans er að taka virkan þátt í uppbyggingu framhalds- námsins, þar með talið leiðsögn og aðstoð við val á leiðbeinendum í lokaverkefni þeirra nemenda sem kjósa aö vinna á því fræðasviöi sem hann ber ábyrgð á. Aukin umsvif kalla einnig á meira skipulag og hafa reglur um skráningu nemenda í Háskólanum skerpst. Þannig er ekki lengur sveigjanleiki á umsóknarfresti um nám og ekki hægt að taka við umsóknum um meistarnám eöa nám á diplomanámsleiðum eftir 15. mars 2005 fyrir haustmisseri 2005 og 15. september fyrir vormisseri 2006. Hægt er að leggja fram beiðni um að sækja einstök námskeið og skal áhugasömum bent á að snúa sér til verkefnastjóra framhaldsnáms, Ragnýjar Þóru Guðjohnsen, ragny@hi.is. Tímarit hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 80. árg. 2004 Niðurlag 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.