Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 20
var lýsandi tölfræði (meðaltal, staðalfrávik og prósentur) og síðan nemenda t-próf til að kanna mun á neyslu milli daga og til að bera saman meðalneyslu milli kynja. Marktæknipróf var notað til að bera saman niðurstöður úr þessari rannsókn og niðurstöður rannsóknarinnar frá 1993 og voru þau próf gerð í tölfræðiforritinu Statistica (útg. 1999). Mat á réttmæti niðurstaðna 54 af matardagbókum þátttakenda töldust nothæfar en ef skráningu var greinilega ábótavant (orkuneysla undir grunn- orkuþörf) var hún ekki notuð. Þátttaka var því 76% og var þessi fjöldi nægjanlegur samkvæmt útreikningum á fjölda einstaklinga sem þurfti til að svara rannsóknarspurningunum. Meðal nothæfra skráninga virtist neysla matar og drykkjar minnka eftir því sem leið á vikuna. Það er þekkt vandamál í sjö daga skráningu að nákvæmni í skráningunni minnkar eftir því sem Iíður á vikuna (Gibson, 1990). Tölfræðilegir útreikningar leiddu í Ijós að marktækur munur var t.d. á orku (p<0,001), vatnsdrykkju (p=0,011), neyslu á drykkjarmjólk (p=0,008) og sýrðum mjólkurvörum (p<0,001) þegar fyrri hluti vikunnar (dagar 1-3) var borinn saman við seinni hluta vikunnar (dagar 4-7). Sé hægt að sýna fram á verulegan mun á fyrri og seinni hluta þykir ekki réttlætanlegt að nota skráninguna alla þar sem munur er á því hverjir skrá samviskusamlega og hverjir ekki, og slíkt veldur villu í útreikningum (Gibson, 1990). I niðurstöðum okkar er því gefin upp meðalneysla fyrstu þrjá daga skráningarinnar en það er yfirleitt talið nægjanlegt til að meta vel meðalneyslu algengra matvara, þ.á m. drykkja, hjá einstaklingum (Gibson, 1990). Þar sem fyrstu þrír skráningar- dagarnir hjá hópnum í heild voru aðallega virkir dagar (mánu- dagur-fimmtudagur), eða 85% daganna, lýsa niðurstöðurnar hversdagsneyslu 11 ára skólabarna í Reykjavík. Tafla 1 Yfirlit yfir mjólkurdrykkju og neyslu sýrðra mjólkurvara. Drengir Stúlkur Mjólkurvörur Meöaltal SD Meðaltal SD (gr) (gr) (gd (gr) Nýmjólk 95 145 75 95 Léttmjólk 170 195 155 195 Undanrenna, fjörmjólk 30 85 8 25 Kókómjólk, kakódrykkir 60 90 75 140 Sýröar, ósykraðar > 3 gr fita 30 55 30 65 Sýröar, sykraðar > 3 gr fita 100 100 65 55 Sýröar, ósykraöar < 3 gr fita 10 28 3 10 Sýrðar, sykraöar < 3 gr fita 5 20 10 45 Skyr 10 25 10 25 Mjólkurvörur alls 460 215 360 245 Niðurstöður Meðalneysla á mjólkurvörum (drykkjarmjólk +/-: sýrðar mjólkurvörur) var um 400 +/- 235 gr (með- altal +/- SD) á dag. Drengirnir neyttu að meðal- tali um 460 +/- 215 gr á dag en stúlkurnar neyttu um 360 +/- 245 gr af mjólkurvörum að meðaltali á dag. Þessi munur milli kynjanna var þó ekki marktækur. Börnin drukku að meðaltali 260 +/- 200 gr af mjólk (nýmjólk, léttmjólk, kókómjólk, fjörmjólk og undanrennu) á dag og borðuðu að meðaltali 140 +/- 125 gr af sýrðum mjólkur- vörum. I töflu 1 sést meðalneysla á hinum ýmsu mjólkurvörum á dag hjá stúlkum og drengjum. Diykkjarmjólk var aðallega léttmjólk. Kókómjólk, og kakómaltdrykkir voru um fjórðungur af mjólkur- drykkjaneyslunni en kókómjólk er gerð úr léttmjólk. Meðalneysla á léttari mjólkurvörum, þ.e. fjörmjólk og undanrennu, var um 17 +/- 60 gr á dag. Meirihlutinn af þeim sýrðu mjólkurvörum, sem börnin neyttu, var bæði feitur og sætur. Að undan- skildu skyri voru 90% sýrðu mjólkurvaranna, sem börnin neyttu, feit (fita yfir 3g í 1 OOg), 70% sæt (með viðbættum sykri) og um 65% bæði feit og sæt. Úr mjólkurdrykkjum og sýrðum mjólkurvörum fengu drengirnir að meðaltali um 565 +/- 245 mg af kalki á dag og stúlkurnar tæp 450 +/- 285 mg á dag. Einungis tvö barnanna drukku enga mjólk og neyttu engra sýrðra mjólkurafurða á skráningardögunum. Meðalneysla goss og svaladrykkja var um 250 +/-! 200 gr á dag og höfðu um 65% þátttakendanna drukkið gos á þeim þremur dögum sem skráning stóð yfir og í heildina höfðu 89% neytt gosdrykkja eða svaladrykkja. Drengirnir drukku 220 +/- 195 gr en stúlkurnar drukku um 270 +/- 200 gr af gosi og svaladrykkjum að meðaltali á dag en mun- urinn var þó ekki marktækur. Meðalneysla á drykkjarvatni var 170 +/- 175 gr á dag. Lítill munur var á neyslu drykkjarvatns milli kynja en um 74% barnanna skráðu einhverja vatnsdrykkju á dögunum þremur. Neysla 11 ára barna í Reykjavík er meiri á gos- og svaladrykkj- um en á vatni (p=0,044). Börnin drukku að meðaltali tæpa 110 +/- 165 gr af hreinum ávaxtasafa á dag. Drengirnir drukku Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.