Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Síða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Síða 49
Helga Birna Ingimundardóttir, hagfræöingur FRÁ FÉLAGINU Staöa kjaramála Staða kjaramála Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hélt dagana 17. og 18. nóvember fundi með hjúkrunarfræðingum til aö kynna stöðu kjaramála. Haldinn var fjarfundur í sal félagsins til 11 staða vítt og breytt um landið 17. nóvem- ber. Fundurinn tókst mjög vel, hjúkrunarfræðingar sóttu vel fundinn og umræður urðu gagnvirkar og góðar. Þá var einnig fundur í sal félagsins sama dag fyrir hjúkrunarfræöinga á höfuðborgarsvæðinu og daginn eftir fyrir hjúkrunarfræðinga sem starfa á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Þeir fundir voru einnig mjög vel sóttir og góðar umræöur sköpuðust. Samningur viö fjármálaráöherra rennur út 30. nóvem- ber 2004. Viðræðuáætlun viö fjármálaráðherra var undirrituð 17. september 2004. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að viðræðunum verði skipt í þrennt. í fyrsta lagi eru viöræöur um sameiginleg réttindamál opinberra starfsmanna. Þær viðræöur eru farnar af stað og þar sameinast BHM, BSRB og KÍ í kröfum er varða ^sameiginleg réttindamál allra opinberra starfsmanna. Þar er m.a. til umræðu: launamunur karla og kvenna, stytting vinnuvikunnar, fjármögnum á starfsþróun og símenntun, aukin vernd og aðbunaður trúnaöarmanna, tryggingamál er varða rétt á bótum fyrir meiösli og munatjón, ýmis ákvæði er varða veikindarétt, réttindi tímavinnufólks, vinnuumhverfismál og lenging upp- sagnarfrests. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga, er í samninganefnd fyrir hönd BHM-félaga. í þessum viðræðum hefur verið fundað alls 18 sinnum frá því í byrjun september. Nokkur árangur hefur náðst í auknu framlagi í styrktarsjóð, ákvæði er varðar tryggingabætur vegna slysa í vinnu og lengingu uppsagnarfrests. I ööru lagi verða viðræður á BHM-grunni, þ.e. viðræður um sameiginleg mál aðildarfélaga BHM. í þeim viðræðum verður m.a. rætt um gildis- tíma kjarasamninga, upphafstíma og lokatíma, framtíö stofnanasamn- inga, menntunarákvæði og kröfur tengdar fjölskylduábyrgð. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og Helga Birna Ingimundardóttir, hagfræöingur félagsins, eru í samninganefnd BHM-félaga. Alls hefur verið fundað 6 sinnum í þessum viðræðum. Umræður hafa aðallega snúist um framtíö stofnanaþáttarins. I þriðja lagi eru viðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga um sér- kröfur félagsins. í samninganefnd félagsins sitja 12 fulltrúar félagsins sem koma úr ólíkum störfum og vinnustöðum um allt land. Fyrsti fundur samninganefndar félagsins við samninganefnd ríkisins var 22. nóvem- ber. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga lagöi þarfram sín helstu áherslu- atriöi sem eru launaliður samningsins og vinnutími. .J'rUafj úletvUvfff/ lfjiUí'i/ti/iffi/ifst,frU)i/ngct/ hefof/v ríUfee-iiéfJ tvé xe/H/flft/ cJUci/jf'UaUtfi/iU tiU fíéUagct/ otj/ veUinvtia/ta/ ittntvttUanfUt t/n/ sU/g/Ucja lUtnftA^Ua fj imt/ JOO. 000 Jc/t fUtit/t. ■J'rUfffjif)/ 6.Utfi/i fUUtMrt/■ fléUtifjítmcnn/tt/»t ofj oeUnnntt/ttttn/gUeéiU,tg/ta/jcUa/. Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 20

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.