Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 29
GREIN Ruslfæöi gerir okkur vanmáttug og veik í hagnýtri læknisfræði byggist meðferð alltaf á nýjustu rannsóknum á öllum sviðum læknisfræð- innar. Allt árið fram að næstu ráðstefnu er notað til að vinna úr ölium þeim upplýsingum sem lagðar eru fram á ráðstefnunni. Ráðstefnan er í sjö daga og er tiltekið efni tekið fyrir hverju sinni. I ár var t.d. fjallað um insúlínónæmi og offitu. I fyrra var fjallað um hjarta- og æðasjúkdóma." Þorbjörg segir aðalmismun á hagnýtri Iæknisfræði og hinni hefðbundnu að áherslan er lögð á sjúkl- inginn en ekki sjúkdóminn. „Hagnýt læknisfræði hefur notfært sér vitneskju frá óhefðbundinni meðferð, eða hugmyndunum á bak við hana, þó ; það séu ekki endilega aðferðirnar sem eru notað- ar. Lækningajurtir eru t.d. vinsælar ef þekking á lækningamætti þeirra byggist á niðurstöðum rann- sókna. Nú um stundir vitum við t.d. um hollustu engifers og hvítiauks. I hvítlauknum er efni sem heitir allisín sem við vitum að er bakteríudrepandi. Þegar hvítlauksrifið er brotið kemur tiltekin lykt og þessi lykt stafar af virka efninu, allisín. En það í er bara allisín í hvítlauk sem hefur þessa virkni. Og nú er hægt að fá það hér heima og það er mjög gott. Hvítlaukur hefur bólgueyðandi virkni og er því góður við hjarta- og æðasjúkdómum. Hagnýt læknisfræði myndi fyrst prófa að nota efni úr nátt- úrunni sem við vitum að verka áður en farið er að nota önnur lyf, svo sem sýklalyf. Samt er nauðsyn- legt að nota sýklalyf í vissum tilvikum þar sem náttúrulyfin duga ekki til.“ Þorbjörg segir að hún styðjist við rannsóknir í næringarráðgjöfinni. Walter Willett stjórnaði hjúkrunarrannsókn Harvardháskóla frá því um 1982. „Þetta var stór lýðheilsurannsókn með um 121.000 þátttakendum sem eru bandar- ískir hjúkrunarfræðingar. Rannsóknin varð til þess að Willett hannaði nýja fæðupýramídann byggðan á niðurstöðum þessara rannsókna. „Nýi pýramídinn er frábrugðinn þeim gamla fyrst og fremst vegna þess að hann er byggður á niður- stöðum rannsókna. Sá gamli var hannaður út frá hagsmunum bænda og mjólkuriðnaðarins. Enda sést það í uppbyggingu hans sem segir að við eigum að borða sem mest af korni, pasta og kart- öflum en sem minnst af fitu sem er komið fyrir efst í gamla pýramídanum. Alveg öfugt er þessu farið í nýja fæðupýramída Willetts. Vissulega er okkur ráðlegt að borða kornvörur en í mun minna magni og af betri gæðum þar sem kornið þar er heilkorn. Fitan hefur fengið allt annan sess en í þeim gamla og er nú helmingur af neðsta þrepinu í nýja fæðu- pýramídanum. Og vel að merkja fitur sem eru óunnar jurtaolíur. Efst og þar með það sem við eigum að borða sem minnst af eða forðast er allt þetta hvíta: sykur, pasta, hvítt brauð, hvít hrísgrjón og kartöflur! Það er því heilmikill munur á þessum tveimur fæðupýramídum. Ef við fylgjum þeim gamla verðum við veik og jafnvel feit en ef við veljum að fylgja fyrirmælum Willets höldum við kjörþyngd og fyrirbyggjum alvarlega sjúkdóma eins og sykursýki 1 og 2 og hjarta og æðasjukdóma.“ Talið berst að mataræði hér áður fyrr. „Maturinn var kannski ekki nægur en hann var ekki óhollur, þá var enginn sykur, ekki skyndibitamatur, engin geymsluefni eða Iitarefni," segir Þorbjörg. „Það var grautur, þegar hann kom til landsins, og svo var fiskur á boðstólunum, lýsi og kjöt, og það var snemma farið að búa til slátur og fleira þess háttar. Þetta er prótein og fita og góður matur. Þetta er hollur matur. Urvalið jókst en maturinn var enn hreinn, rófur, gulrætur, ekki pizzur, hamborgarar, gos, sælgæti, sykur í þessu magni en það fór að koma svona upp úr 1940-1950. Þá fer þetta að hellast yfir okkur með sykurinn og kökurnar og allt það. Upp úr 1960 kom þörfin fyrir skyndimat þegar konurn- ar fóru út á vinnumarkaðinn og höfðu ekki tíma til að búa til mat frá grunni, búa til kæfu, taka slátur og allt sem þær gátu gert áður. Innflutningur og framleiðsla á skyndibitamat hófst og þróunin hefur verið þannig síðan. OIl rotvarnareínin komu til sögunnar. Neytendur voru ekki endilega að biðja um þetta en þörfin var sköp- uð fyrir okkur. Pylsurnar Iitu ef til vill ekki nógu vel út og því tilvalið að setja litarefni í þær. En sem betur fer !eigum við ýmissa kosta völ varðandi mataræði og erum meira og meira meðvituð um hvað við borðum. Mér finnst fólk í auknum mæli vilja hreinni og hollari mat. En það er ekki alitaf auðvelt að byrja eða vita hvað er :skynsamlegt og hvað ekki, hvað er hollt og hvað ekki.“ Talið berst að lokum að offitu. „Eg hef miklar áhyggjur af unglingum þegar ég sé hvað þeir setja ofan í sig,“ segir Þorbjörg. „Þetta er kynslóðin sem erfir landið. Góð næring skilar sér í öllum líkamanum, heilastarfsemi, hugmyndaflæði, samskiptum við annað fólk, heilbrigðri skynsemi og öllu þessu. Ef maður hefur verið á ruslfæði frá því maður var barn og heldur því áfram, hvað kemur út úr því? Hvaða kynslóð á að taka við þessu samfélagi. Við erum það sem við borðum og erum það sem við meltum. Rangt fæði og ruslfæði gerir okkur vanmáttug, veik og heimskari en við þurfum að vera.“ Timarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.