Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 54
2) Klínísk sérhæfing á ákveönu sérsviði hjúkrunar og rannsókna- þjálfun (15 ein) í þessari námsleið eru tvö kjarnanámskeið til viöbótar ofangreindum kjarnanámskeiðum, en þau eru Hjúkrun á sérsviði I (4e) og Hjúkrun á sérsviöi II (4e). í þessum námskeiöum þróa nemendur þekkingu sína og færni í að meðhöndla heilsufarsvandamál hjá tilteknum skjólstæðingahópi og þróa og prófa víðfeðma meðferðarheild til að taka á þeim vandamálum. Þannig felur þessi námsleiö í sér klínískt nám á vettvangi. Auk þessara námskeiða taka nemendur 19 einingar í valnámskeiðum á klínísku sérsviöi allt í þeim tilgangi að þróa sér- fræðiþekkingu sína. Einn nemandi hefur þegar útskrifast úr þessari námsleið. Námsleiðin er í mikilli þróun og hefur tilkoma hinna marg- víslegu diplomanámsleiða aukiö fjölbreytni í námsvali umtalsvert. 3) Upplýsingatækni í hjúkrun (15ein/30 ein) Þessari námsleið svipar til klinískrar sérhæfingar en markmiðið með henni er að nemendur öðlist sérhæfingu í beitingu upplýsingatækni í umönnun um skjólstæðinga og við úrvinnslu hjúkrunarfræðilegra heilsufarsgagna. Hjúkrun á sérsviöi I og II eru ekki kjarnanámskeið í þessari námsleið en þess í stað taka nemendur 12-27 einingar í nám- skeiðum tengdum upplýsingatækni. 4) Stjórnun (15ein/30 ein) Markmiö námsins er að veita sérhæft nám sem leggur grunn að stjórnunarlegri þekkingu fyrir hjúkrunarfræðinga og Ijósmæður i stjórnunarstörfum, einkum millistjórnendur. Kjarnanámskeið eru fleiri en í ofangreindum námsleiðum (34 einingar) og sækja nemend- ur sum þeirra til annarra deilda. Eftirtalin námskeið eru til viðbótar ofangreindum kjarna: Forystuhlutverk stjórnandans (3e) Hjúkrunarfræðideild Hjúkrunarstjórnun innan heilbrigöisstofnana (4e) Hjúkrunarfræðideild Inngangur að rekstri og stjórnun (3e) Viðskipta- og hagfræðideild Rekstur opinberra stofnana, stjórntæki og eftirlit (3e) Félagsvísindadeild Stjórnun og starfsumhverfi heilbrigðisstofnana (3e) Félagsvísindadeild Upplýsingatækni á heilbrigöissviði Nám í upplýsingatækni í heilbrigðisvísindum er tveggja ára þverfaglegt, rannsóknatengt nám á meistarastigi, sem hófst haustið 2004. Námið er skipulagt sameiginlega af þeim háskóladeildum sem aðild eiga að náminu, sem eru læknadeild, hjúkrunarfræðideild, lyfjafræðideild, félagsvísindadeild og verkfræöideild. Námið er hýst í hjúkrunarfræöi- deild. Markmiö námsins er að koma til móts við þarfir samfélagsins um rannsóknir, þróun, þjónustu og stefnumótun sem tengist skráningu, meðhöndlun og vinnslu gagna á sviði heilbrigðismála. Ellefu nemendur hófu námið s.l. haust, þar af eru 7 hjúkrunarfræðingar. Diplomanám á meistarastigi Mikil og vaxandi þörf er á diplomanámi á mörgum sérsviöum hjúkrunar. Fyrirspurnir og þrýstingurýmissa fagdeilda innan Félags íslenskra hjúkr- unarfræöinga, ásamt formlegum erindum frá heilbrigðisstofnunum, hefur stuölað að tilurð nokkurra diplomanámsleiða á meistarastigi og fleiri eru í farvatninu. Námsleiðirnar hafa veriö þróaðar í samvinnu við fagdeildir og heilbrigðisstofnanir og hefur Landspítali háskólasjúkrahús lagt fram mannafla til undirbúnings og kennslu. Með þessum námsleiðum er komið til móts við þörf fyrir sérhæfingu á sífellt fleiri sérsviðum hjúkrunar. Með sérhæfingu er átt viö að hjúkr- unarfræðingar dýpka þekkingu og færni á tilteknu sér- sviði. Um er að ræða 20 eininga nám sem eöli málsins samkvæmt er minna að umfangi og dýpt en eiginlegt sérfræðinám sem er 60 eininga nám og felur jafnframt í sér rannsóknaþjálfun. Um er að ræða hlutanám með vinnu sem nær yfir a.m.k. 2 skólaár. Diplomanámsleiðir verða ekki kenndar samfellt og gera má ráð fyrir að nokkur ár liöi á milli þess sem sambærilegar námsleiðir hefjist aftur. í ársbyrjun 2005 Ijúka rúmlega 40 nemendur diploma- námi í skuröhjúkrun, svæfingahjúkrun, gjörgæsluhjúkrun og bráðahjúkrun. Til viöbótar 20 fræðilegum einingum tóku nemendur 10 einingar sem fólu í sér klíníska starfsþjálfun. Fræðilegu einingarnar verða síðan metnar sem hluti af meistaranámi, kjósi nemendur að sækja um meistaranám, en diplomanám veitir ekki sjálfkrafa aðgang að meistaranámi. Haustið 2004 hófst nám á þremur nýjum diplomanáms- leiðum með sams konar fyrirkomulagi en breytilegum áherslum á klíníska starfsþjálfun. Þessar námsleiðir eru: Geöhjúkrun, hjúkrun fullorðinna með áherslu á hjúkrun hjarta- og lungnasjúklinga, gjörgæslu- og skurðsjúklinga og krabbameinshjúkrun. Diplomanámiö hefur verið fjar- kennt á staði þar sem nægilegur tæknilegur útbúnaður er til staðar og stefnt er að því aö halda því áfram. Fram 52 Tímarit hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.