Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Side 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Side 54
2) Klínísk sérhæfing á ákveönu sérsviði hjúkrunar og rannsókna- þjálfun (15 ein) í þessari námsleið eru tvö kjarnanámskeið til viöbótar ofangreindum kjarnanámskeiðum, en þau eru Hjúkrun á sérsviði I (4e) og Hjúkrun á sérsviöi II (4e). í þessum námskeiöum þróa nemendur þekkingu sína og færni í að meðhöndla heilsufarsvandamál hjá tilteknum skjólstæðingahópi og þróa og prófa víðfeðma meðferðarheild til að taka á þeim vandamálum. Þannig felur þessi námsleiö í sér klínískt nám á vettvangi. Auk þessara námskeiða taka nemendur 19 einingar í valnámskeiðum á klínísku sérsviöi allt í þeim tilgangi að þróa sér- fræðiþekkingu sína. Einn nemandi hefur þegar útskrifast úr þessari námsleið. Námsleiðin er í mikilli þróun og hefur tilkoma hinna marg- víslegu diplomanámsleiða aukiö fjölbreytni í námsvali umtalsvert. 3) Upplýsingatækni í hjúkrun (15ein/30 ein) Þessari námsleið svipar til klinískrar sérhæfingar en markmiðið með henni er að nemendur öðlist sérhæfingu í beitingu upplýsingatækni í umönnun um skjólstæðinga og við úrvinnslu hjúkrunarfræðilegra heilsufarsgagna. Hjúkrun á sérsviöi I og II eru ekki kjarnanámskeið í þessari námsleið en þess í stað taka nemendur 12-27 einingar í nám- skeiðum tengdum upplýsingatækni. 4) Stjórnun (15ein/30 ein) Markmiö námsins er að veita sérhæft nám sem leggur grunn að stjórnunarlegri þekkingu fyrir hjúkrunarfræðinga og Ijósmæður i stjórnunarstörfum, einkum millistjórnendur. Kjarnanámskeið eru fleiri en í ofangreindum námsleiðum (34 einingar) og sækja nemend- ur sum þeirra til annarra deilda. Eftirtalin námskeið eru til viðbótar ofangreindum kjarna: Forystuhlutverk stjórnandans (3e) Hjúkrunarfræðideild Hjúkrunarstjórnun innan heilbrigöisstofnana (4e) Hjúkrunarfræðideild Inngangur að rekstri og stjórnun (3e) Viðskipta- og hagfræðideild Rekstur opinberra stofnana, stjórntæki og eftirlit (3e) Félagsvísindadeild Stjórnun og starfsumhverfi heilbrigðisstofnana (3e) Félagsvísindadeild Upplýsingatækni á heilbrigöissviði Nám í upplýsingatækni í heilbrigðisvísindum er tveggja ára þverfaglegt, rannsóknatengt nám á meistarastigi, sem hófst haustið 2004. Námið er skipulagt sameiginlega af þeim háskóladeildum sem aðild eiga að náminu, sem eru læknadeild, hjúkrunarfræðideild, lyfjafræðideild, félagsvísindadeild og verkfræöideild. Námið er hýst í hjúkrunarfræöi- deild. Markmiö námsins er að koma til móts við þarfir samfélagsins um rannsóknir, þróun, þjónustu og stefnumótun sem tengist skráningu, meðhöndlun og vinnslu gagna á sviði heilbrigðismála. Ellefu nemendur hófu námið s.l. haust, þar af eru 7 hjúkrunarfræðingar. Diplomanám á meistarastigi Mikil og vaxandi þörf er á diplomanámi á mörgum sérsviöum hjúkrunar. Fyrirspurnir og þrýstingurýmissa fagdeilda innan Félags íslenskra hjúkr- unarfræöinga, ásamt formlegum erindum frá heilbrigðisstofnunum, hefur stuölað að tilurð nokkurra diplomanámsleiða á meistarastigi og fleiri eru í farvatninu. Námsleiðirnar hafa veriö þróaðar í samvinnu við fagdeildir og heilbrigðisstofnanir og hefur Landspítali háskólasjúkrahús lagt fram mannafla til undirbúnings og kennslu. Með þessum námsleiðum er komið til móts við þörf fyrir sérhæfingu á sífellt fleiri sérsviðum hjúkrunar. Með sérhæfingu er átt viö að hjúkr- unarfræðingar dýpka þekkingu og færni á tilteknu sér- sviði. Um er að ræða 20 eininga nám sem eöli málsins samkvæmt er minna að umfangi og dýpt en eiginlegt sérfræðinám sem er 60 eininga nám og felur jafnframt í sér rannsóknaþjálfun. Um er að ræða hlutanám með vinnu sem nær yfir a.m.k. 2 skólaár. Diplomanámsleiðir verða ekki kenndar samfellt og gera má ráð fyrir að nokkur ár liöi á milli þess sem sambærilegar námsleiðir hefjist aftur. í ársbyrjun 2005 Ijúka rúmlega 40 nemendur diploma- námi í skuröhjúkrun, svæfingahjúkrun, gjörgæsluhjúkrun og bráðahjúkrun. Til viöbótar 20 fræðilegum einingum tóku nemendur 10 einingar sem fólu í sér klíníska starfsþjálfun. Fræðilegu einingarnar verða síðan metnar sem hluti af meistaranámi, kjósi nemendur að sækja um meistaranám, en diplomanám veitir ekki sjálfkrafa aðgang að meistaranámi. Haustið 2004 hófst nám á þremur nýjum diplomanáms- leiðum með sams konar fyrirkomulagi en breytilegum áherslum á klíníska starfsþjálfun. Þessar námsleiðir eru: Geöhjúkrun, hjúkrun fullorðinna með áherslu á hjúkrun hjarta- og lungnasjúklinga, gjörgæslu- og skurðsjúklinga og krabbameinshjúkrun. Diplomanámiö hefur verið fjar- kennt á staði þar sem nægilegur tæknilegur útbúnaður er til staðar og stefnt er að því aö halda því áfram. Fram 52 Tímarit hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.