Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 53
Helga Jónsdóttir, prófessor, formaöur rannsóknanámsnefndar
Meistaranám og nám á meistarastigi
t
í hjúkrunarfræöideild Háskóla Islands
Framhaldsnám í hjúkrunarfræöideild Háskóla
Islands hefur veriö í örri þróun síöustu átta
árin. Fyrst má nefna nám í Ijósmóðurfræði
sem hófst áriö 1996 en þaö er starfsmiðað
2ja ára framhald eftir BS/BA próf og lýkur
með embættisprófi - candidate obstetricior-
um. Arið 1998 hófst kennsla til meistaraprófs
í hjúkrunarfræði og á vormánuðum 2004 var
deildinni veitt leyfi til að hefja doktorsnám.
Þverfaglegt nám í upplýsingatækni á heil-
brigðissviði er auk þessa hýst í hjúkrunarfræði-
deild. Að lokum má nefna að á síðustu árum
hafa verið þróaðar ýmsar diplomanámsleiðir á
meistarastigi í deildinni. Tafla 1 gefur yfirlit
yfir fjölda nemenda í framhaldsnámi í hjúkr-
unarfræðideild haustið 2004, en þá voru sam-
tals 164 nemendur skráðir í framhaldsnám auk
7 hjúkrunarfræðinga sem skráöir eru í þver-
faglegt nám í upplýsingatækni á heilbrigðis-
sviði og 20 Ijósmóðurfræðinema.
Fjöldi nemenda i framhaldsnámi i
Hjúkrunarfræöideild haustiö 2004
Meistaranám
Nýnemendur Eldri nemendur
Rannsóknaáhersla 4 21
Klínísk sérhæfing 9 17
Stjórnunarnám 2 0
Upplýsingatækni í hjúkrun 0 1
Samtals 15 39
Ljósmæöranám
Nemendur
1. ár 10
2. ár 10
Samtals 20
Tafla 1
Diplomanám á meistarastigi
Námsleiðir haust 2003 Námsleiðir haust 2004
Bráöahjúkrun 7 Geðhjúkrun 26
Gjörgæsluhjúkrun 14 Krabbameinshjúkrun 14
Skurðhjúkrun 9 Hjúkrun fulloröinna 27
Svæfingahjúkrun 13
Samtals 43 67
Á heimasíöu hjúkrunarfræöideildar, http://www.hi.is/nam/hjukrun/, er
umfjöllun um grunn- og framhaldsnám í hjúkrunarfræðideild. Þar er
einnig að finna upplýsingar um stök námskeiö, fyrirlestra og fleira sem
tengist endurmenntun og framhaldsnámi hjúkrunarfræðinga og Ijós-
mæöra.
I þessari umfjöllun ætla ég aö fjaila um áherslur og nýjungar í námi á
meistarastigi í hjúkrunarfræöideild, en annars staðar í blaöinu fjallar
Erla Kolbrún Svavarsdóttir um doktorsnámiö.
Meistaranám í hjúkrunarfræðideild
I hjúkrunarfræöideild eru nú fjórar námsleiöir til meistaraprófs (60
einingar) meö sérstökum áherslum á rannsóknarþjálfun, klíníska sér-
hæfingu, stjórnun og upplýsingatækni í hjúkrun. Á næstunni má vænta
nýrra námsleiða í heilsugæsluhjúkrun og Ijósmóðurfræöi. í öllum náms-
leiöum vinna nemendur rannsóknarverkefni annaö hvort til 30 eininga
eöa 15 eininga. Námsleiöirnar hafa sameiginleg eftirtalin kjarnanám-
skeiö, samtals 18 einingar:
Þekkingarþróun í hjúkrunarfræöi (4e)
Megindleg aðferðafræöi (4e)
Eigindleg aöferðafræöi (4e)
Tölfræöi og rannsóknaraðferöir I (5e )
Málstofa (1 e)
Námsleiöirnar eru fjórar:
1) Valiö sérsviö innan hjúkrunar meö sérstaka áherslu á rannsókna-
þjálfun (30 ein)
Þetta er sú leið sem byrjaö var meö í upphafi framhaldsnáms og
leggur mestu áherslu á rannsóknaþjálfun. Engu aö síöur þróa nem-
endur í gegnum rannsóknarverkefni og valnámskeið töluveröa sér-
fræöiþekkingu og hafa skapað sér sess sem klínískir sérfræðingar aö
námi loknu. Þessi námsleiö hefur fest sig í sessi og í desember 2004
hafa 22 nemendur útskrifast úr henni.
Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004