Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 53
Helga Jónsdóttir, prófessor, formaöur rannsóknanámsnefndar Meistaranám og nám á meistarastigi t í hjúkrunarfræöideild Háskóla Islands Framhaldsnám í hjúkrunarfræöideild Háskóla Islands hefur veriö í örri þróun síöustu átta árin. Fyrst má nefna nám í Ijósmóðurfræði sem hófst áriö 1996 en þaö er starfsmiðað 2ja ára framhald eftir BS/BA próf og lýkur með embættisprófi - candidate obstetricior- um. Arið 1998 hófst kennsla til meistaraprófs í hjúkrunarfræði og á vormánuðum 2004 var deildinni veitt leyfi til að hefja doktorsnám. Þverfaglegt nám í upplýsingatækni á heil- brigðissviði er auk þessa hýst í hjúkrunarfræði- deild. Að lokum má nefna að á síðustu árum hafa verið þróaðar ýmsar diplomanámsleiðir á meistarastigi í deildinni. Tafla 1 gefur yfirlit yfir fjölda nemenda í framhaldsnámi í hjúkr- unarfræðideild haustið 2004, en þá voru sam- tals 164 nemendur skráðir í framhaldsnám auk 7 hjúkrunarfræðinga sem skráöir eru í þver- faglegt nám í upplýsingatækni á heilbrigðis- sviði og 20 Ijósmóðurfræðinema. Fjöldi nemenda i framhaldsnámi i Hjúkrunarfræöideild haustiö 2004 Meistaranám Nýnemendur Eldri nemendur Rannsóknaáhersla 4 21 Klínísk sérhæfing 9 17 Stjórnunarnám 2 0 Upplýsingatækni í hjúkrun 0 1 Samtals 15 39 Ljósmæöranám Nemendur 1. ár 10 2. ár 10 Samtals 20 Tafla 1 Diplomanám á meistarastigi Námsleiðir haust 2003 Námsleiðir haust 2004 Bráöahjúkrun 7 Geðhjúkrun 26 Gjörgæsluhjúkrun 14 Krabbameinshjúkrun 14 Skurðhjúkrun 9 Hjúkrun fulloröinna 27 Svæfingahjúkrun 13 Samtals 43 67 Á heimasíöu hjúkrunarfræöideildar, http://www.hi.is/nam/hjukrun/, er umfjöllun um grunn- og framhaldsnám í hjúkrunarfræðideild. Þar er einnig að finna upplýsingar um stök námskeiö, fyrirlestra og fleira sem tengist endurmenntun og framhaldsnámi hjúkrunarfræðinga og Ijós- mæöra. I þessari umfjöllun ætla ég aö fjaila um áherslur og nýjungar í námi á meistarastigi í hjúkrunarfræöideild, en annars staðar í blaöinu fjallar Erla Kolbrún Svavarsdóttir um doktorsnámiö. Meistaranám í hjúkrunarfræðideild I hjúkrunarfræöideild eru nú fjórar námsleiöir til meistaraprófs (60 einingar) meö sérstökum áherslum á rannsóknarþjálfun, klíníska sér- hæfingu, stjórnun og upplýsingatækni í hjúkrun. Á næstunni má vænta nýrra námsleiða í heilsugæsluhjúkrun og Ijósmóðurfræöi. í öllum náms- leiöum vinna nemendur rannsóknarverkefni annaö hvort til 30 eininga eöa 15 eininga. Námsleiöirnar hafa sameiginleg eftirtalin kjarnanám- skeiö, samtals 18 einingar: Þekkingarþróun í hjúkrunarfræöi (4e) Megindleg aðferðafræöi (4e) Eigindleg aöferðafræöi (4e) Tölfræöi og rannsóknaraðferöir I (5e ) Málstofa (1 e) Námsleiöirnar eru fjórar: 1) Valiö sérsviö innan hjúkrunar meö sérstaka áherslu á rannsókna- þjálfun (30 ein) Þetta er sú leið sem byrjaö var meö í upphafi framhaldsnáms og leggur mestu áherslu á rannsóknaþjálfun. Engu aö síöur þróa nem- endur í gegnum rannsóknarverkefni og valnámskeið töluveröa sér- fræöiþekkingu og hafa skapað sér sess sem klínískir sérfræðingar aö námi loknu. Þessi námsleiö hefur fest sig í sessi og í desember 2004 hafa 22 nemendur útskrifast úr henni. Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.