Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 25
Guðrún Broddadóttir PISTILL Þankastrik ÞANKASTRIK Ábyrgð Þegar ég var lítil ætlaði ég að verða hjúkrunarkona og hjúkra mikiö veiku fólki, á spítala. Inn á sjúkrahús steig ég varla fæti fyrr en í hjúkrunarnáminu. Og orðin heilsugæsla eða heilsuvernd held ég að hafi varla verið komin í íslenskar orðabækur. Auðvitað var heilsuvernd stunduð, barnshafandi konur gátu t.d. farið í mæðraskoðun og börn voru bólusett, vegin og mæld. Eg lærði hjúkrun og ég fullorðnaðist. Ég er og verð sennilega alltaf sama bjartsýna „stelpan" sem ætlaði að bjarga heiminum, rétt si sona. Auðvitað er ég alltaf „að bjarga heimin- um“, styð við bakið á ungri konu, litlu barni eða gömlum manni og gleðst þegar ég sé jákvæðan árangur. Flestir hjúkrunarfræðingar kannast við „Florence Nigtingale-komplexinn". Það er þá ekki leiðum að líkjast. Sú sterka kona átti sér hugsjónir sem hún lét ekkert aftra sér frá að hrinda í fram- kvæmd. Hún hafði til þess hugrekki, þrek, klók- indi, ráð og dáð. Hvar væri hún í dag? Á stundum hefur gustað um, s.s. á árunum þegar rafræn skráning var að hefjast á heilsugæslu- stöðvum. Það kostaði í orðanna fyllstu merkingu „blóð, svita og tár", a.m.k. á mínum bæ. Mér þótti hlutur hjúkrunarfræðinga allt of oft fyrir borð borinn. Ég átti oft f útistöðum við félaga mína úr læknastétt. Það var rétt eins og hjúkr- unarstörfin væru eklci til, ósýnileg, tæki því ekki að vera að skrá neitt af þeim. Margt stendur samt upp úr. Allir unnu saman að settu marki og fögnuðu þegar vel gekk, læknar, hjúkrunarfræðingar og ritarar. Hjúkrunarfræðingar hafa auðvitað ávallt unnið : eftir einhvers konar greiningum, safnað upp- lýsingum, gert ferli, sett sér markmið og metið. Þetta voru góðu konurnar sem höfðu skilning og metnað til þess sem gera þurfti. En skráning var iðulega ómarkviss, ábótavant og samræming lítil. j En áfram höldum við ótrauð. Bætum skráning- una, gerum heilsugæsluhjúkrun, alla hjúkrun sýnilega. Einhvers staðar stendur að það sem ekki sé skráð hafi ekki verið gert. Forræðishyggjan má ekki hlaupa með okkur í gönur. Við erum alltaf að kenna, hafa vit fyrir fólki! I heilsugæslu þurfum við að styrkja sjálfstæði skjólstæðinga okkar og auka ábyrgð þeirra fyrir sér og sínum. Ábyrgð hjúkrunarfræðinga er mikil. Við erum sífellt að dæla fræðslu og heilræðum Guðrún Broddadóttir í skjólstæðingana :En gleymum ekki að hver hefur sína skoðun, þekkingu, siði, trú og menningararf sem ber að virða. Gætum þess ávallt „að tala sama mál“ og skjólstæðingurinn hverju sinni. Nota Iíka „þriðja augað og þriðja eyrað“ eins og ágætur kennari minn sagði oft. Suma þarf beinlínis að leiða. Aðrir þurfa aðeins smáhvatningu eða staðfestingu á því að þeir séu á réttri Ieið. Þekkja ekki jallir þarfapýramídann hans Maslows eða eitthvert álíka tól, til skýringar. Flestir vita að það er ekki lagaleg skylda að þiggja þjónustu okkar á heilsugæslustöðvunum, svo sem ungbarnaeftirlitið. Fólk getur valið. Foreldrar hafa leyfi til að hafna bólusetningum óvita barna sinna. Það er ekki lagaleg skylda að bólusetja barn, en siðferðileg, I afdráttarlaust. Því finnst mér jaðra við vanrækslu þegar fólk hafnar lónæmisaðgerðum fyrir börnin sín. Fólk, sem tekur þessa afstöðu, gerir það af umhyggju og ást á börnum sínum. Það veit bara ekki betur. Það er ekki tilviljun að dánartíðni ungbarna er einna lægst á Islandi og meðalaldur með því hæsta sem þekkist á jörðinni. Starfsfólk heilsugæslunnar, getur stuðlað að aukinni kostn- aðarvitund skjólstæðinganna. Heilsugæsla á lslandi er rekin af almannafé og enginn á að þurfa að taka upp budduna, þetta eru forréttindi sem engan væginn þykja sjálfsögð. Allt má reikna til tjár, blákalt: sársauka, þjáningu og mannslíf, svo siðlaust sem það nú hljómar. Ekkert er eðlilegra en að fólk hafi einhverja hugmynd um hvað hlutirnir kosta í raun: einn skammtur af bóluefni, einn plástur, einn bæklingur... Ég skora á Rósu Marinósdóttur að skrifa næsta Þankastrik. Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.