Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Síða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Síða 46
hefði það markmið að bæta líf spyrjandans, eða rannsóknar- lögreglumanns sem þyrfti að upplýsa glæpi. Þá var rætt um hversu langt ætti að ganga í að fela fólk í rannsóknum með því að breyta aðstæðum þess þar sem við búum í litlu samfélagi og oft erfitt að fela fólk þótt ýmsum staðreyndum sé breytt. I lok samræðuþingsins gafst ritstjóra tækifæri til að spyrja Steinar Kvale nokkurra spurninga áður en bann lagði af stað í ferð um Norðurland. Hann var fyrst spurður um tengsl neyslusamfélagsins og eigindlegra rannsókna. „Eigindlegar rannsóknaraðferðir hafa verið til í þúsundir ára, til dæmis hjá Grikkjum í sambandi við samtöl. Ein af mörgum ástæðum þess að eigindleg rannsóknarviðtöl hafa orðið jafnvinsæl og raun ber vitni síðan á áttunda áratug síðustu aldar geta einnig verið sú að eigindleg viðtöl hafa í sér falinn hluta af menningu neyslusamfélagsins, með því að rannsaka reynslu, tilfinningar, drauma, vonir og sjálfsvitund neytendanna sé unnt að spá fyrir um og hafa stjórn á neysluhegðun þeirra. Eigindlegar rann- sóknir eru því tengdar neyslusamfélaginu.*' Hann var spurður að því hvort unnt væri að líta á rannsóknir í mennta- og heilbrigðiskerfinu, sem gerðar eru með eigindlegri aðferðafræði, sem neyslurannsóknir, þ.e. litið á nemendur og sjúklinga sem notendur mennta- og heilbrigðiskerfis. „Já, við höfum að minnsta kosti gert það í Danmörku, að minnsta kosti að því sem lýtur að orðalaginu. Mennta- og heilbrigðiskerfið er farið að ræða um nemendur og sjúklinga sem notendur svo það er ekki eingöngu markaðurinn heldur líka ríkisvaldið sjálft sem er farið að koma fram við þegna sína sem notendur." „Sá sem spyr er aðaltækið i rannsóknarviðtalinu" og breytti tilvitnuninni í að við sjáum ekki flís- ina í auga náungans því við sjáum með þeirri flís. „Við erum mótuð af menningu, viðhorfum og umhverfi og sjáum þar af leiðandi ekki þessi atriði því þau eru hluti af okkur sjálfum." Steinar Kvale kom með frásögn í fyrirlestri sínum þar sem hann líkti rannsakendum við úlfinn sem þóttist vera amma Rauðhettu. Eyrum og augun eru stór til að unnt sé að horfa og heyra sem best í viðmælendum eða þátttakendum í rannsóknum og munnurinn stór svo unnt sé að éta þá. Hann er spurður nánar út í þessa samlíkingu, eru rannsakendur ef til vill mest að hugsa um eigin hag, öðlast prófgráður og fá starfsframa fremur en að þjóna þeim hópum sem þeir eru að rannsaka? Og hvað með þá vitneskju sem aflað er? Hver á að nota hana? „Mikið af eigind- legum rannsóknum í háskólunum eru framkvæmdar vegna þess að þær eru hluti af rannsóknarverkefnum til meistaragráðu eða doktorsgráðu, þær eru iiður í rannsókn sem er leið rannsakand- ans til að ná tiltekinni prófgráðu. Til að koma þekkingunni til skila til þeirra sem taka þátt í rannsóknunum þá skiptir miklu að reyna að koma þekkingunni á framfæri við almenning til að upplýsa þátttakendur og hugsanlega bæta líf þeirra en ekki bara að setja þekkinguna fram í vísindatímaritum." Hann er einnig spurður út í aðra tilvísun sem fram kom í fyrir- lestrinum en þar vitnaði hann í þau orð Biblíunnar að maður sjái bara flísina í auga náungans en ekki bjálkann í eigin auga f fyrirlestrinum kom Kvale einnig inn á mismun- andi tegundir viðtala og taldi meðferðarviðtal oft hafa meiri möguleika til að kanna og hafa stjórn á áreiðanleika (validity) þess sem sjúklingarnir eru að segja. „Meðferðaraðilarnir geta gagnrýnt á opnari hátt og skilgreint það sem sjúklingar þeirra eru að segja en það væri ekki siðfræðilega rétt að gera í rannsóknarviðtali. Meðferðaraðilar hafa einnig hlustað á viðmælendur sína klukku- stundum saman eða í hundruð klukkustunda áður en þeir koma með greiningu, byggja þannig á mun fjölbreyttari og ýtarlegri gögnum en tíðk- ast í rannsóknarviðtölum sem eru venjulega ekki nema um klukkustundarlöng." Kvale er spurður út í gagnrýni sem fram kom á ráðstefnunni um hvort það sé nokkurn tímann hægt að rannsaka aðra. „Hvers vegna ætti það ekki að vera hægt, við erum alltaf að því. Einföldustu rannsóknirnar fela í sér að við fylgj- umst með öðru fólki, teljum til dæmis hversu 44 Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.