Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Síða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Síða 8
Valgerður K. Jónsdóttir Hjúkrunarþing 2004 Hjúkri un - hvert stefnir? I Frá pallborösumræðum Rúmlega tvö hundruö hjúkrunarfræöingar sátu hjúkr- unarþing 2004 sem haldið var föstudaginn 5. nóvember sl. Yfirskrift þingsins var „Hjúkrun - hvert stefnir?" Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaöur Félags íslenskra hjúkrunar- fræöinga, setti þingiö og Gyöa Baldursdóttir tók viö fund- arstjórn. Aö því loknu flutti Jón Kristjánsson, heilbrigö- isráöherra, ávarp en erindi þeirra Elsu og Jóns eru birt í heild sinni annars staöar í þessu tölublaöi. Þá flutti Rúnar Vilhjálmsson, prófessor, erindi um kostnaöarhlutdeild sjúkl- inga í heilbrigðisþjónustunni. Helstu niöurstöður vinnuhópanna voru þessar: Öryggi sjúklinga: - Mikilvægt er að öll kerfi heilbrigðisþjónust- unnar vinni saman. - Öryggi sjúklinga og öryggi starfsmanna fara saman. - Hjúkrunarfræðingar finna oft fyrir hlutverkatog- steitu í störfum sínum á tímum niðurskurðar. - Athuga þarf allar vinnureglur, s.s. varðandi atvikaskráningu, sjúklingaflokkun, merkingar sjúklinga, lyfjaheiti og lyfjamerkingar, lyfjafyrir- mæli o.fl. - Þjálfa þarf hjúkrunarfræðinga til að geta tekið aukavaktir á deildum þar sem hjúkrunarvanda- mál eru sambærileg. - Vinna þarf sérstaklega að auknu öryggi sjúkl- inga í öldrunarþjónustu í ljósi mikillar starfs- mannaveltu, aukins fjölda starfsmanna sem talar litla eða enga íslensku, minnkandi fag- þekkingar o.fl. - Gæði þjónustu í öldrunarþjónustu eru á stund- um tilviljanakennd. Að loknu kaffihléi flutti Laura Scheving Thorsteinsson, hjúkr- unarfræðingur, fyrirlestur sem hún nefndi „Öryggi sjúklinga - er pláss fyrir hjúkrun?" „Þekking í þína þágu - þarf að breyta hlut- verki hjúkrunarfræðinga á Islandi?“ nefndist erindi sem Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir flutti í kjölfarið. Þá var fjallað um hlut- verk hjúkrunarfræðinga á göngudeildum. Þórdís Ingólfsdóttir, hjúkrunarfræðingur, kynnti niðurstöður nefndar sem fjallaði um hlutverk hjúkrunarfræðinga á göngudeildum og Inga Valborg Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, kynnti starf hjúkrunarfræðinga við nýstofnaða göngudeild hjartasjúklinga á Landspítala-háskól- asjúkrahúsi. Glærur með helstu atriðum úr erindum framsögu- manna er að finna á heimasíðu F.i.h. undir afmælisár 2004. Að loknum hádegisverði tók við hópastarf. Hópur A fjallaði um öryggi sjúklinga, hvar hjúkrun fari fram. Hópur B fjallaði um þekkingu hjúkrunarfræðinga og hvort breyta þurfi hlutverki hjúkrunarfræðinga á Islandi. Hópur C fjallaði um kostnaðar- hlutdeild sjúklinga, hvert heilbrigðisþjónustan stefni. Þá fór fram kynning á hópastarfinu. Þekking hjúkrunarfræðinga: - Auka þarf undirbúning hjúkrunarfræðinema fyrir klínísk störf. - Breyta þarf hlutverki hjúkrunarfræðinga í heil- brigðisþjónustunni og nýta menntun þeirra betur. - Nauðsynlegt er að hjúkrunarfræðinemar fái klíníska þjálfun á litlum heilbrigðisstofnunum (á landsbyggðinni) til að vinna gegn „lærðu hjálparleysi". - Leggja þarf áherslu á klíníska símenntun hjúkr- unarfræðinga. - Aukin menntun hjúkrunarfræðinga eykur öryggi þeirra í störfum og þar með eykst öryggi sjúklinga. Kostnaðarhlutdeild sjúklinga: - Hjúkrunarfræðingareru ogeigaað vera umboðs- menn/talsmenn sjúklinga. - Fólki er nú mismunað í heilbrigðiskerfinu eftir því hvar það fær þjónustu, jafnvel þó um sam- bærilega þjónustu sé að ræða. Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.