Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Page 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Page 20
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is FJÖLMENNUR FUNDUR UM LÍFEYRISMÁL Á næstu árum munu fjölmennir árgangar hjúkrunarfræðinga fara á eftirlaun. 10. janúar síðastliðinn hélt Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga kynningarfund í samvinnu við Lífeyrisjóð starfsmanna ríkisins þar sem rætt var um lífeyrismál. Boðaðir á fundinn voru félagsmenn fæddir 1940-1950 og eru það um 20% félagsmanna sem starfa á kjarasamningum félagsins. Elsa Friöfinnsdóttir, formaður FÍH, setti fundinn og gladdist yfir hversu vel hann var sóttur - 280 manns mættu. í ræöu sinni minnti hún á að miklu fleiri hjúkrunarfræðingar munu fara á eftirlaun en þeir sem útskrifast næstu tíu árin. Eins og flestir muna voru Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga (LH) og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) sameinaðir 1997. LH er enn þá til sem eining innan LSR og mun greiða út iífeyri í mörg ár í viðbót en hjúkrunarfræðingar, sem gerast aðilar eftir 1997, fara í LSR. Elsa situr ásamt Ástu Möller alþingismanni í stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga fyrir hönd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Cecilie Björgvinsdóttir, verkefnastjóri kjaramála hjá FÍH, tók við fundarstjórn og gaf þrem fulltrúum LSR orðið. Þórey Þórðardóttir, forstöðumaður réttinda- mála, fór yfir sögu sjóðsins. Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna var stofnaður 1943 þar sem aðrir sjóðir þóttu ekki henta hjúkrunarkonum. Aðrir opinberir starfsmenn voru flestir karlmenn sem lögðu áherslu á önnur atriði. Til dæmis höfðu hjúkrunarkonur lítinn áhuga á makalífeyri á þessum tíma. Að sögn Þóreyjar hefur verið unnið þrekvirki gegnum árin við að gera þennan litla og sérhæfða sjóð að mjög góðum sjóði. í dag eru kjör starfsmanna að jafnast út og verða samræmd og er ekki lengur þörf Fyrirspurnir úr sal voru margar og fjölbreyttar fyrir sérhæfða lífeyrissjóði. A-deild LSR, sem allir nýir hjúkrunarfræðingar fara í, er byggður upp eins og lífeyrissjóðir á almennum vinnumarkaði. 18 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.