Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2008, Blaðsíða 20
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is FJÖLMENNUR FUNDUR UM LÍFEYRISMÁL Á næstu árum munu fjölmennir árgangar hjúkrunarfræðinga fara á eftirlaun. 10. janúar síðastliðinn hélt Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga kynningarfund í samvinnu við Lífeyrisjóð starfsmanna ríkisins þar sem rætt var um lífeyrismál. Boðaðir á fundinn voru félagsmenn fæddir 1940-1950 og eru það um 20% félagsmanna sem starfa á kjarasamningum félagsins. Elsa Friöfinnsdóttir, formaður FÍH, setti fundinn og gladdist yfir hversu vel hann var sóttur - 280 manns mættu. í ræöu sinni minnti hún á að miklu fleiri hjúkrunarfræðingar munu fara á eftirlaun en þeir sem útskrifast næstu tíu árin. Eins og flestir muna voru Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga (LH) og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) sameinaðir 1997. LH er enn þá til sem eining innan LSR og mun greiða út iífeyri í mörg ár í viðbót en hjúkrunarfræðingar, sem gerast aðilar eftir 1997, fara í LSR. Elsa situr ásamt Ástu Möller alþingismanni í stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga fyrir hönd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Cecilie Björgvinsdóttir, verkefnastjóri kjaramála hjá FÍH, tók við fundarstjórn og gaf þrem fulltrúum LSR orðið. Þórey Þórðardóttir, forstöðumaður réttinda- mála, fór yfir sögu sjóðsins. Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna var stofnaður 1943 þar sem aðrir sjóðir þóttu ekki henta hjúkrunarkonum. Aðrir opinberir starfsmenn voru flestir karlmenn sem lögðu áherslu á önnur atriði. Til dæmis höfðu hjúkrunarkonur lítinn áhuga á makalífeyri á þessum tíma. Að sögn Þóreyjar hefur verið unnið þrekvirki gegnum árin við að gera þennan litla og sérhæfða sjóð að mjög góðum sjóði. í dag eru kjör starfsmanna að jafnast út og verða samræmd og er ekki lengur þörf Fyrirspurnir úr sal voru margar og fjölbreyttar fyrir sérhæfða lífeyrissjóði. A-deild LSR, sem allir nýir hjúkrunarfræðingar fara í, er byggður upp eins og lífeyrissjóðir á almennum vinnumarkaði. 18 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.