FLE blaðið - 01.01.2015, Qupperneq 6

FLE blaðið - 01.01.2015, Qupperneq 6
Starfsemi FLE Atriði úr skýrslu frá aðalfundi 2014 Sigurður B. Arnþórsson er framkvæmdastjóri FLE Á starfsárinu 2013-14 stóð félagið fyrir tuttugu og fimm atburð- um sem veittu 52 endurmenntunareiningar. Árið áður var fram- boðið tæplega 60 einingar. Á liðnu ári mættu rúmlega 1.500 manns í heildina en að teknu tilliti til fjölda atburða milli ára þá var meðaltalsmæting nokkuð svipuð. Þó má merkja áfram- haldandi þróun í minnkandi mætingu á hádegisverðarfundi félagsins þar sem meðaltalið í fyrra var um tuttugu og sex sem mættu á hvern fund en árið áður þrjátíu og þrír félagsmenn. Stjórn félagsins ákvað því síðastliðið vor að kalla saman góðan hóp yngri félagsmanna til að ræða félagsstarfið með tilliti til þeirra viðburða sem félagið stendur fyrir, efnisval og umræðu- efni á hádegisverðarfundum, námskeiðum og ráðstefnum. Það er skemmst frá því að segja að frá þessum hópi komu margar áhugaverðar og skemmtilegar hugmyndir sem þegar eru farnar að hafa áhrif. Nægir þar að nefna fyrsta viðburðinn á vegum félagsins að afloknum sumardvala, en í stað hefðbundins hádegisfundar var boðið til „Gleðistundar" seinnipart föstudags, þar sem félagið bauð upp á léttar veitingar og skemmtiatriði. Formaður steig svo í pontu, fór þar yfir vetrarstarfið framundan og hugrenn- ingar sinar um breyttar áherslur i starfi félagsins í Ijósi þróunar á samsetningu félagsmanna undanfarin ár. Það er mál manna að þessi nýbreytni hafi tekist vel til og verður vonandi árlegt upphaf eða „kick off" á starfsemi félagsins í haustbyrjun. Hvað varðar einstaka atburði á liðnu starfsári og báru einna hæst þá vil ég leyfa mér að nefna erindi Steinars Kvifte á reikn- ingsskiladeginum í september 2013 um IFRS, sem hann flutti af hvílíkri innlifun og leikrænni tjáningu að leitun er að öðru eins. Jens Röder var svo hjá okkur á Haustráðstefnunni með fróð- legt erindi um framtíðina og þá þróun sem bíður okkar i Ijósi nýrra tilskipana frá Evrópusambandinu. Og ekki má gleyma Diana Hillier sem heimsótti okkur á Endurskoðunardeginum síðast liðið vor en það er okkur í fersku minni vorið 2010 þegar hún komst ekki til okkar vegna gossins í Eyjafjallajökli sem hófst á Endurskoðunardeginum sjálfum það ár, en flutti þess í stað erindi sitt „live" frá London. Erindi hennar nú í vor var mjög fróðlegt og fjallaði um mikilvægi endurskoðunar fyrir þjóðfélagið og atvinnulífið. Síðast en ekki síst vil ég nefna tvö Morgunkorn sem Stefán Svavarsson og Árni Tómasson stóðu fyrir og vöktu mikla athygli og umtal, en þeir fjölluðu um íslensk reikningsskil fyrir og eftir hrun og beindu þeir kastljósi sínu sérstaklega að vinnubrögðum og aðkomu endurskoðenda. Störf fagnefnda félagsins skipta félagið miklu máli og eins og vanalega hafa hvílt á þeirra herðum mikilvæg og spennandi verkefni. Það er ánægjulegt og ekki síður mikilvægt fyrir okkar stétt að opinberir aðilar, eftirlitsstofnanir og ýmsir hagsmuna- aðilar hafa í auknum mæli leitað til félagsins um upplýsingar og ráðgjöf varðandi hin ýmsu málefni. Reikningsskilanefndin hefur til að mynda frá í vor tekið þátt í samstarfshópi á vegum Atvinnuvegaráðuneytisins vegna innleiðingar Ársreikningatilskipunar EB vorið 2015. Hér er á ferðinni krefjandi verkefni og er félagið stolt af framlagi okkar manna. Skattanefndin hefur staðið í ströngu hvað varðar frestmál og hefur setið nokkra fundi með ríkisskattstjóra og vonandi verður niðurstaðan ásættanleg. En það er aftur á móti Ijóst að spjótin standa á endurskoðendum sem þurfa að taka sig á varðandi skil skattframtala. Á starfsárinu sendi Endurskoðunarnefndin frá sér úrval áritana sem finna má á innri vef félagsins og er meiningin að vinna með það efni frekar og gefa út í formi bæklings. Hann væri frekar ætlaður viðskiptavinum þar sem hinar ýmsu „vörur" eða þjónusta í formi áritana eða staðfestinga væru settar fram og útskýrðar. Siðanefnd félagsins hefur svo haft á borði sínu í á annað ár hugmyndir FME að samskiptareglum eða samskiptaviðmiðum fyrir endurskoðendur vegna eftirlitsskyldra aðila og er það verkefni er enn i vinnslu. Á starfsárinu hóf félagið útgáfu vefmiðils, sem ber nafnið FLE- molar. Tilgangurinn er að miðla upplýsingum til félagsmanna og vekja athygli á því sem er áhugavert og nýlegt á heimasíðu FLE sem og ýmsum öðrum fróðleik sem snertir störf okkar. Einnig er kastljósinu beint að "hinni hliðinni" á endurskoðend- um sem ekki er síður áhugaverð. Stefnt er að því að FLE-molar komi út út mánaðarlega. Eitt af mikilvægari hlutverkum félagsins er að kynna hlut- verk okkar og störf út á við þannig að atvinnulíf og almenn- ingur séu upplýst um í hverju störf endurskoðenda felast. Hluti af þeirri viðleítni er það samstarf sem komið var á milli FLE og Viðskiptablaðs Morgunblaðsins í byrjun sumars þar sem birtar hafa verið reglulega greinar skrifaðar af félagsmönnum. 4 • FLE blaðið janúar 2015

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.