FLE blaðið - 01.01.2015, Page 11

FLE blaðið - 01.01.2015, Page 11
alþjóðlegum stöðlunum. Ákveðið var að hraða vinnu við staðal- inn þannig að fyrstu heildstæðu drög hans yrðu tilbúin fyrir jól 2014, þar sem fyrir liggur að ekki verður hægt að vinna mikið við staðalinn fyrstu mánuðina 2015 vegna anna þeirra sem eru í vinnuhópunum. Haldnir voru tveir símafundir í nóvember og desember þar sem farið var yfir fyrirliggjandi drög, en þeir reyndust ekki eins skilvirkir og fundir þar sem allir hittast. Ákveðið var að næsti fundur yrði 6. janúar 2015 í Osló. Fyrstu heildstæðu drög staðalsins voru kynnt fyrir öllum vinnu- hópum þann 12. desember. Staðallinn skiptist (sex kafla: 1. Markmið óháðrar endurskoðunar (e. overall obejectives of the Independent Auditor) 2. Samþykki verkefna (e. acceptance or continuance of an audit engagement) 3. Skipulagning (e. planning) 4. Áhættumat (e. risk assessment) 5. Viðbrögð endurskoðanda við metinni áhættu (e. the auditor's response to assessed risk) 6. Niðurstöður og áritun (e. concluding and reporting) Staðallinn sjálfur, eins og hann liggur fyrir í núverandi drögum, er alls 18 blaðsíður að lengd, en við staðalinn munu bætast grundvallarreglur (e. framework), skilgreiningar (e. glossary of terms) og leiðbeiningar (e. guidance). Hugtökum sem fram koma í ISA stöðlunum hefur ekki verið breytt og er það mat hópsins að staðallinn sé auðveldur aflestrar. Næstu skref eru að leggja fram drög til kynningar á framkvæmdastjórafundi NRF þann 20. janúar n.k., en fram að þeim tíma mun staðallinn ekki fara í dreifingu. Það er von vinnuhópsins að sumarið 2015 nýtist til raunverulegra prófana á staðlinum, prófana á raunveru- legum verkefnum. Ef það gengur eftir má ætla að endanlegur staðall verði tilbúinn í júní 2016. Þegar, og ef, sá staðall verður samþykktur verður næsta skref að leita samþykkis notkunar hans og gildistöku hér á landi, þannig að hægt verði að nota hann við endurskoðun lítilla fyrirtækja, sem jafnvel eru nú þegar undir stærðarmörkum laga varðandi endurskoðunar- skyldu. Jón Rafn Ragnarsson Vinnuhópur um norrænan staðal. Frá vinstri: Hrafnhildur, Davíð, Jón Rafn og Ljósbrá. FLE blaðiðjanúar2015 • 9

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.