FLE blaðið - 01.01.2015, Síða 15
Mikill skóli að vinna erlendis
Viðtal við Erling Tómasson
ístenskir endurskoðendur starfa víða í fjölbreyttum störfum í hinum ýmsu löndum. Ritnefnd
FLE ræddi við endurskoðandann Erling Tómasson á dögunum. Erling býr og starfar í Svíþjóð,
en áður en hann fluttist búferlum þangað, var hann einn af eigendum Deioitte.
Hve lengi hefur þú starfað í faginu og hvar hefur þú starfað?
Ég hóf störf hjá Deloitte árið 2000 samhliða háskólanámi og starfaði þar fram á vor 2012.
Hvað varstu að vinna við hjá Deloitte og hvað stóð uppúr?
Ég byrjaði í þessu hefðbundna uppgjör, skattframtöl og einfaldari endurskoðunarvinna. Eftir
löggildinguna einbeitti ég mér að IFRS stöðlunum og síðustu árin var það fjármálaráðgjöfin,
mest i áreiðanleikakönnunum.
Það sem stendur uppúr er að hafa fengið tækifæri til að prófa mismunandi störf á mismun-
andi sviðum. í raun var allt mjög skemmtilegt, hafði í raun ekki tíma til að staðna eða verða
leiður á neinu.
Hvenær hlaustu löggildingu í endurskoðun?
Ég man eins og gerst hafi í gær þegar ég opnaði bréfið frá Árna Tómassyni síðla árs 2004, það var góður dagur.
Nú ert þú búsettur í Svíþjóð, hvað kom til að þú fluttir þangað?
Konan er læknir og við fluttum því hingað til Uppsala sumarið 2012 til þess að hún gæti klárað sérnámið sitt í kven-og fæðingar-
lækningum.
Hvað hefur þú tekið þér fyrir hendur í Svíþjóð?
í byrjun var aðalmálið að koma sér fyrir. Það reyndist ansi erfitt að finna húsnæði hér í Uppsölum, en við höfum núna á tveimur
og hálfu ári búið á fjórum mismunandi stöðum.
Annars voru fyrstu mánuðirnir fæðingarorlof heima með börnin tvö. Að því loknu stundaði ég sænsku nám í um það bil 6 mánuði.
Ég byrjaði svo að vinna í ágúst 2013, ári eftir að við komum hingað.
Hvernig gekk íslenskum endurskoðanda að fá vinnu í Svíþjóð?
Þetta varansi strembið, ég dældi úttugum umsókna á Uppsalasvæðinu um störf sem tengdust reikningshaldi og fjármálum. Ég
var búinn að sækja um háskólanám þegar hreyfing komst á hlutina, en Deloitte í Stokkhólmi bauð mér starf við ráðgjafaþjónustu.
Til stóð að ég myndi byrja þar í ágústmánuði 2013 þegar mér bauðst óvænt fjármálastjórastarf hér í Uppsölum. Að sleppa við að
þvælast með lest á hverjum degi til Stokkhólms og einnig möguleikinn á að komast "hinu megin við borðið" gerðu það að verkum
að valið var einfalt og skildu Deloitte menn stöðu mína vel.
Hvað heitir fyrirtækið og hvað fæst það við?
Fyrirtækið heitir C-RAD AB, við erum tæplega 30 manns í vinnu með starfsemi í Sviþjóð, USA, Þýskalandi, Frakklandi og Kína.
Meginstarfsemin felst í framleiðslu og þróun á hugbúnaði og tækjabúnaði sem notaður er við krabbameinsgeislameðferð. Við-
skiptahugmyndin gengur út á að að auka nákvæmni og skilvirkni geislameðferðar til að bæta batamöguleika krabbameinssjúk-
linga.
FLE blaðið janúar 2015 • 13