FLE blaðið - 01.01.2015, Síða 16
Þetta er mjög afmarkaður og þröngur bransi sem tekur tíma að skilja og komast inní, en um leið gríðarlega spennandi og áhuga-
verður. Á ensku kallast þetta patient positioning og felst í því að fylgjast með staðsetningu æxlisins og tryggja að sem mest af
geislanum fari beint í æxlið, en ekki frískan vef í kringum æxlið. Þegar línuhraðlarnir (tækið sem sendir geislann, við framleiðum
ekki slík tæki) eru orðnir jafn nákvæmir og nú, er mikilvægt að staðsetja og fylgjast nákvæmlega með æxlinu á meðan geislun á
sér stað.
Er tækjabúnaður frá ykkur til staðar á íslandi?
Nei því miður þá hefur Landspítalinn ekki haft rými til að fjárfesta í okkar tækjum. Slíkt væri óskandi, það vantar sorglega mikið
títuprjón á ísland á heimskortið okkur.
Hverjar hafa verið helstu áskoranirnar í nýja starfinu?
Þetta er í raun bara búið að vera ein stór áskorun og svakalegur skóli. Fyrirtækið sem í grunninn er sprottið af rannsóknarstarfi við
Karólínsku stofnunina í Stokkhólmi setti fyrsta tækið á markað árið 2007. Siðan þá hefur mikil áhersla verið á frekari þróun og sölu
síðustu ár, enda hafa pantanir og tekjur rokið upp samhliða stækkun starfseminnar.
Þegar ég byrjaði lá fyrir að fyrirtækið væri á leiðinni í Nasdaq kauphöllina í Stokkhólmi. Þeirri vegferð lauk loksins í desember
siðastliðinn. Að gera svona ört vaxandi frumkvöðlafyrirtæki tilbúið fyrir skráningu var stórt og mikið verkefni. Við erum búin að
taka í gegn innri ferla og gjörbreyta fjármáldeildinni, uppgjörum, áætlunum, mánaðarskýrslum o.fl. Svona ferli tekur gríðarlega
langan tíma enda var það þeim mun sætara að heyra bjölluna klingja.
Kauphöllin skipaði PWC sem kauphallarendurskoðanda okkar sem ásamt okkar hefðbundnu endurskoðendum hjá Grant Thornton
eru búnir að anda ofan í hálsmálið á mér síðasta árið. Það var þvi mikill og stór áfangi þegar félagið var samþykkt til skráningar
á stóra markaðinum, en fram að því var félagið skráð á First North markaðinn, sem virkar vel hér í Svíþjóð, annað en á íslandi.
Þrátt fyrir að hafa "bara" verið listað á First North þá fylgjast margir fjárfestar gríðarlega vel með og eru mjög vel inní öllu hjá
okkur og kom það mikið á óvart. Þessir fjárfestar tjá sig reglulega á sérstökum spjallþráðum og dreifa á milli sín pælingum, spurn-
ingum og greiningum.
Nú ert þú starfandi "hinu megin við borðið". Hvað finnst þér um samskipti þín við endurskoðunarfyrirtækin sem venjulegur
viðskiptavinur?
Samskiptin er mjög góð, Grant Thornton er með flott teymi í verkefninu og hingað til hefur allt gengið vel þrátt fyrir talsverðan
ólgusjó. Með þann bakgrunn sem ég hef þá held ég að ég sé frekar þægilegur viðskiptavinur, maður veit hvað endurskoðandinn
þarf að gera og af hverju.
Finnst þér endurskoðendur í Svíþjóð starfa með öðrum hætti en á íslandi?
Ég sé mjög takmarkaðan mun, fæ þó á tilfinninguna að þeir séu örlítið meira faglegri og skipulagðari, en samt enginn stór munur.
Eflaust er þetta líka mjög persónubundið, íslenskir endurskoðendur eru jú jafn ólíkir og þeir eru margir.
Hvoru megin við borðið finnst þér skemmtilegra að starfa?
Ég gæti ekki verið sáttari en ég er hérna megin. Held að það sé mjög hollt að prófa báðar hliðar og ég er klár á því að reynslan
frá Deloitte árunum var frábær undirbúningur fyrir starf mitt í dag. Ég sé ekki fyrir mér að ég eigi eftir að snúa aftur til baka hinu
megin borðsins.
Hvenær ætlið þið svo að flytja aftur heim?
Eins og staðan er í dag er spurningin mikið frekar hvort en hvenær, okkur líður afskaplega vel hér og erum ekki í minnstu heim-
ferðarhugleiðingum og í sannleika sagt virðist ástandið á íslandi ekkert voðalega spennandi. Ég er samt sem áður afskaplega
stoltur íslendingur og hafa samstarfsfélagarnir ekki farið varhluta af því. Það var svo sætt þegar ég prentaði út FIFA listann yfir
styrkleika landsliða í knattspyrnu sem sýndi okkur nokkrum sætum ofar en Svíþjóð.
Eitthvað að lokum?
Ég sendi bara góðar kveðjur á alla kollega mína á íslandi og vona að okkur sé farið að ganga betur í golfmótunum gegn tann-
læknum og lögfræðingum.
14 • FLE blaðið janúar 2015