Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 12

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 12
62 Skömmu fyrir síðustu aldamót skrifaði merkur bóndi á Fljótsdalshéraði, Sæbjörn Egilsson á Hrafnkels- stöðum, bréf til hins merkilega ræktunarfrömuðar, Sæmundar Eyjólfssonar, þar sem Sæbjörn skýrir frá skógum í Fljótsdal og búnaðarháttum (Búnaðarrit 1894). Hann kveður menn lítt kaupa timbur, nema í bæjarhús, en skógviður var notaður í útihús. Hann skrifar: "Raftviður var vel borgaður, þar sem hann fékkst keyptur. Skógviðarhrísla, sem hafði gildleika til að vera rafttæk á þriggja álna lengd, kostaði hálfan ríkis- dal" . Þetta er gífurlega hátt verð í samanburði við bæði vinnu laun og verðlag á flestum nauðsynjum á þeim tímum. Vinnu mannslaun yfir árið munu þá ekki hafa farið fram úr 50 ríkisdölum að jafnaði. Veturgömul kind mun oftast hafa kostað um 5 ríkisdali. Bóndi, sem átti raftskóg, þurfti ekki að selja nema 100 þriggja álna rafta til þess að fá nægilega mikla fjárhæð til þess að gjalda vinnumanni árskaup eða kaupa sér 10 veturgamlar kindur. Ætti mönnum að vera ljóst, hvaða áhrif þetta hafði á afdrif skóganna. Ef þetta dæmi væri yfirfært á okkar tíma, kemur eftir- farandi í ljós: í Hallormsstaðaskógi hinum nýja voru árið 1970 felld 300 tonn af birkiviði á tímabilinu febrúar-maí. Úr þeim feng ust um 5000 birkistaurar af nokkurn veginn sömu lengd og raftar þeir, er áður voru nefndir. Fyrir rúmum 100 árum hefðu þeir nægt til að greiða 50 húskörlum árskaup, og fyrir þá hefði Hallormsstaðabóndi getað keypt 500 vetur- gamlar kindur.

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.