Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 15

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 15
- 65 fyrir beit, þvx aÖ hann er mjög viðkvæmur x því tilliti. 4.____Skógrækt til viðarframleiðslu á íslandi. 4.1 Skógræktarsvæði eftir veðurskilyrðum. Hér á landi eru veðurskilyrði ákaflega breytileg, ennþá breytilegri en í- nálægum löndum. Það á við um flesta þætti veðurfars, en sennilega engan einstakan eins og tíðleika og styrk vinda. Samspil þessara þátta skera úr um skilyrði fyrir trjágróður. Um þetta vísast til greinar eftir Hauk Ragnarsson, skógarvörð.í ritinu "Skógamál", nefnist hún "Skógræktarskilyrði á fslandi". Eftir athugun á mörgum samverkandi þáttum veðurfars, skiptir hann íslandi £ skógræktarsvæði. Samkveemt skipt- ingu hans eru eftirtalin svæði hagstæðust fyrir skóg- rækt, sem hefir viðarframleiðslu að markmiði: 1. Fljótsdalshérað innan Egilsstaða 2. Lítið svæði kringum Akureyri 3. Suðurdalir Borgarfjarðar vestra og innanverður Hvalfjörður 4. Uppsveitir Ærnessýslu 5. Efri hluti Landssveitar og Rangárvalla, Þórsmörk. 4.1.1 Trjátegundir una slr mismunandi eftir veðurfari. Her á landi koma þrjár helst til greina, miðað við fengna reynslu, þegar hugsað er til viðarframleiðslu. 1. Sitkagreni frá Alaska, þar sem úrkoma er mikil og loftraki. 2. Lerki frá Rússlandi og Síberíu í innsveitum, þar sem úrkoma er lítil og loftraki.

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.