Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 16

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 16
66 3. Stafafura frá Alaska og Bresku Kólumbíu sýnist þrífast vel um allt land, þar sem trjágróóur getur á annað borð vaxið. 4.2 Jarðvegur og skógur. Hér á landi er jarðvegur víðast hvar myndaður af áfoki (löss) og eldfjallaösku. Hann er því ekki eins breytilegur að gerð og í flestum nálægum löndum, þar sem berggrunnur á staðnum mótar hann. En jarðvegsrakinn er ákaflega breyti- legur og ennfremur dýpt. Jarðvegsrakinn mótar skilyrðin fyrst og fremst fyrir hinar ýmsu trjátegundir. Helstu ættkvíslir trjáa, sem reyndar eru á íslandi, kjósa sér rakaskilyrði sem hér segir. 1. Allar helstu tegundir lauftrjáa þurfa rakan og nær- ingarríkan jarðveg til góðs vaxtar. Má þar nefna birki, víðitegundir, Alaksaösp, elri, reynivið. Framræst mýri er mjög gott land fyrir þessar tegundir. En annars eru bestu rakaskilyrðin yfirleitt neðst í hlíðum. Því brattari sem þær eru, því betri. 2. Grenitegundir kjósa sér líkt land og lauftrén. 3. Furutegundirnar láta sér nægja minni raka og geta þrifist á allþurri jörð. Stafafura kann þó mjög vel við sig á framræstri mýri. 4. Lerki kýs sér þurran jarðveg og getur vaxið á mjög næringarsnauðu landi, jafnvel á blásnum mel, án þess að áburðargjöf komi til. Það er því mjög góð land- græðsluplanta, þar sem veðurskilyrði henta því. 5_;___Bændaskógrækt á Islandi. 5.1 Fjárhagsstuðningur. A fjárlögum fyrir árið 1969 var liður í fjárveitingum til

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.