Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 23

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 23
73 áburður í plóstrengina og jarðvegurinn síðan tættur. Þetta reyndist mun betur að því leiti að jarðvegurinn varö betur unnin og öll grasrót vannst niður. Segja má að gras- vöxtur sé það sem mestrar vinnu krefst og mestu máli skiptir um hvernig til tekst. Hægt er að nota lyf gegn illgresi en erfitt hefur verið að fá rétt lyf vegna strang- rar löggjafar um þau..Einnig hefur verið erfitt að hitta á rétt veðurfar það er að segja logn og þurrt þegar lyfið er notað. Þessi leið verður þar af leiðandi erfið og dýr. Þá má nefna atriði um vörslu sem verður að vera í full- komnu lagi og er nokkuö dýr liður £ sambandi við skjólbeltin. Plöntur sem notaðar eru verða að vera vel þroskaðar og gróðursettar snemma vors. Tegundir sem í fyrrnefndum skjólbeltum hafa reynst fljót- sprottnastar eru selja, seljuvíðja, viðja og sitkagreni lofar nokkuð góðu. Gerfiskjólbelti . Þar sem veðrátta er vindasöm er nær ógerningur að setja upp trjábelti nema þá í skjóli gerfi- beltis. Slík svæði eru t.d. kartöfluakrar í Þykkvabæ þar sem sandfok er algengt og veldur oft miklum skaða. Síðastliðið haust var sett upp gerfiskjólbelti 200 metrar að ösabakka, Arn. Belti þetta er úr símastaurum sem eru 2,5m frá jörðu og á þá er hengd tvöföld loðnunót. Enn er ekki hægt að meta áhrif þessa skjólgjafa þar sem hans hefur ekki notið við yfir ræktunartímabil. En ef vel tekst til er það von mín að slík belti geti verið á viðráðanlegu verði. önnur gerfiskjólbelti hafa verið reynd með góðum árangri og eru þau flest gerð úr timbri og plasti sem verður þar af leiðandi allt of dýr í stærri skjólgirðingar. Að lokum. Ef við teljum að skjólbelti í landbúnaði komi að sama gangi í okkar veðráttu sem þau gera annarsstaðar í landbúnaði, þá tel ég að ætti að stuðla að gerð þeirra. Það verður best gert með þvx að styrkja bændur sem skjólbelti vilja setja upp með því að þessi framkvæmd njóti jarðræktar- styrks. Þannig að bændur sjái sér hag í slíkri framkvæmd.

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.