Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 25

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 25
75 RAÐUNAUTAFUNDUR 1980 TRJARÆKT við sveitabýli öli Valur Hansson, Búnaðarfélagi Tslands. Þroskandi gróðurvinjar Gagnstætt skógrækt er sú trjárækt sem hlr mun vikið að, að meginhluta til tómstundastarfs. Einn helsti tilgangur hennar er, með gróðursetningu trjáa og annara viðarplantna, að hafa áhrif á mótun og auka og bæta gróðursæld nánasta umhverfis heimila og annara íverustaða í þá átt, að gera hvorutveggja hlýlegra og vistlegra. Trjágróður við hýbýli, hvort heldur er til sveita eða í þlttbýli, hjálpar á tilþrifameiri og afdrifaríkari hátt en annar gróður megnar, til að auðga og prýða landslagið. Smám saman eftir því sem trjágróðurinn kemst á legg og efl- ist að vöxtum, breytir hann svipmóti umhverfisins. Ár fram af ári verður þar öðru vísi á að líta sakir stöðugra umskifta og breytileika í blæbrigðum. I senn gerir þetta staðinn bæði vina- legri og búsældarlegri. Því verður varla andmælt, að þar sem vel hirtur trjágróður er við heimili, orkar hann verulega til hýbýlaprýði og fyrir heimilisfólkið eykur nærvera hans - vitandi eða óafvitandi - á vellíðan og ánægju og þroskar fagurfræðilegt skynbragð. Hjá ýmsum þjóðum þar sem búskapur er rótgróinn, hefur það löngum verið talinn menningarlegt atriði að hyggja að fegrun sveitabýla með trjágróðri. Víða í nærliggjandi löndum bera slíkar gróðurvinjar þessu hugðarefni vitni. Þær blasa við veg- farendum hvar sem farið er um, gefa býlum reisn og ljúfan svip, og endurspegla hug, búskaparhæfni og ræktarsemi. þeirra sem’þar standa að framkvæmdum.

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.