Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 30
80
er tilgangur meÖ kölkun hennar aö bæta eölisástandiö. Er þetta
gert fyrir jarövinnslu.
Giröing
Aö ætla sér aö rækta trjágróöur er meö öllu tilgangslaust,
nema landiö sé girt traustri gripheldri girÖingu, sem ætíð er
haldið þannig við, að skepnur nái ekki að valda tjóni. Víðs
vegar hefur mikil raun hlotist af, sakir þess hve þessi þáttur
hefur á herfilegan hátt verið vanræktur þegar í upphafi. Um
efni í girðingar og fyrirkomulag þeirra þykir ekki ástæða til
að fjalla. Það er undir hverjum og einum komið hvernig þessu
yrði varið. En sé ekki hægt að ganga almennilega frá girðingum
er betur heima setiö en fariö af stað með trjárækt.
Aö skyla gróðri
Eins og áöur var rætt, getur sums staöar reynst mjög
áveöra og næðingssamt, þar sem fólk hefur hug á aö koma trjá-
plöntum á legg. Kannski þannig að starfið reynist vonlítið í
framkvæmd, nema aö gripið sé til sérstakra aðgerða.
1 því sambandi gagnar oft, aö setja upp skjólgrindur til
hlífðar fyrstu 3-4 árin. Skjólgrindur úr timbri meö 50-60%
þéttleika og rösklega 1 m á hæð eru þá skorðaðar vel á móti
þeirri átt þar sem mest á mæðir. Hafa þannig framkvæmdir gef-
ist vel hjá ýmsum aðilum. Engin ástæöa er til aö hafa skjól-
grindur þéttari en áöur er getið, enda er slíkt ekki til bóta.
Niðurlag
Sjálfar ræktunarframkvæmdir eru kapítuli út af fyrir sig,
sem hér mun ekki rakinn. Þar stendur tegundaval og gróðursetn-
ing efst á blaði. Síöan árleg umhiröa sem fólgin er í snyrt-
ingu, grisjun og hreinsun illgresis aö ógleymdum vörnum gegn
skaövöldum sem víöast hvar má búast við að geri vart viö sig
fyrr eða síðar. Um nánari upplýsingar varðandi ofannefnd at-
riði vísast til bókarinnar „Ræktaöu garðinn þinn" eftir Hákon
Bjarnason ásamt Skrúðgarðabók Garöyrkjufélags Islands, en báð-
ar veita þær ýtarlegar leiðbeiningar £ þessum efnum.