Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 31

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 31
81 RAÐUNAUTAFUNDUR 1980 KYNNING A ARI TRFSINS Jónas Jónsson, Búnaöarfélagi íslands. I. Tilefni og tildrög Skógræktarfélag Islands veröur 50 ára á þessu ári. Þaö var stofnaö á Þingvöllum 27. júní 1930 á Alþingishátíðinni. Nokkru fyrr eÖa 11. maí hafði verið stofnað á Akureyri félag meö sama nafni, og hafði Jón Rögnvaldsson skógræktar- og garö- yrkjumaður frá Fífilgeröi forgöngu um þaö. Þetta félag breytti síöar nafni sínu í Skógræktarfélag Eyfirðinga og er því elst af héraðsskógræktarfélögunum. Beinan undirbúning aö stofnun Skógræktarfélags íslands má rekja til þess aö á aðalfundi íslandsdeildar N.J.F. 10. maí 1930 lagði Siguröur Sigurðsson búnaöarmálastjóri til aö deildin beitti sér fyrir stofnun skógræktarfélags fyrir allt Island. Hann hvaö málið þegar vera nokkuö undirbúiö. Síðan las Pálmi Einarsson ráöunautur upp frumvarp að lögum fyrir Skógræktar- félag íslands. Akveöiö var að N.J.F. gengist fyrir stofnun Skógræktarfélags Islands og voru þeir Sigurður búnaðarmála- stjóri, Maggi J. Magnús læknir, Asgeir L. Jónsson ráöunautur, Pálmi Einarsson ráðunautur og Hólmjárn J. Hólmjárn kosnir í undirbúningsnefnd. Nokkur héraösskógræktarfélög voru stofnuö á næstu árum sem tengdust Skógræktarfélagi Islands. A aðalfundi 1947 var Skóg- ræktarfélagi Islands breytt í landssamband skógræktarfélaganna, sem þá voru komin í flestum byggðarlögum. Stjórn Skógræktarfélags íslands ákvaö fyrir rúmu ári síðan aö minnast afmælis síns og þeirra tímanóta sem uröu í skógræktar- málum meö tilkomu áhugamannafélaga, meÖ því aö beita sér fyrir því aö áriö 1980 yröiMár trésins"á Islandi. Akvörðun þessi var tekin í samráöi viö skógræktarstjóra og styður Skógrækt ríkis-

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.