Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 38

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 38
88 Samstillt (synchronized) var gangmál allra ánna miðað við fang i lok des- ember. 4% ánna gengu upp. Ærnar voru vegnar á sem næst tveggja vikna fresti yfir tilraunatímann og gefin holdastig ef aðstæður leyfðu. Daglega var vegið bæði fóður og leifar (moð). Sýni til efnagreiningar voru tekin af fóðri og moöi. Til að kanna hver yrðu áhrif mismunandi fóörunar á ástand ánna var gefið geislavirkt merkiefni TOH (þrivetni) til að mæla vatn i skrokk og siðan út frá þvi heildarfitu likamans. ‘ Merkiefnið var gefið fyrir upphaf tilramarinnar 31.1. og við lok hennar 17.4., samfara slátrun nokkurra áa. Efnagreiningu IN-VIVO sýna er ekki lok- ió er þetta er ritað, en verður nánar skýrt síöar á öðrum vettvangi. NIÐURSTÖÐUR. 1) FÓðurneys_la var nokkuð minni en ætlað var i upphafi. Eru ástæður þær, að heyið sem gefið var eftir lok febrúar, hafði nokkru lægra fóðurgildi en var mælt i upphafi tilraunarinnar. Yfirlitsmynd yfir fóðurneyslu (mynd 1) skýrir best muninn milli flokkanna. Þar sést að i lægri flokknum (FL II) var fóðurneysla um 0.41 FE/kind á dag, en í vel fóðraða flokknum um 0.75 FE/kind á dag yfir þá 76 daga er til- raunaskeiðió stóð. ÞÓ ber að geta þess að i febrúar var neyslan litið eitt meiri i lakar fóðraða flokknum en i mars og april, eða um 0.45 FE. Það skal einnig tekið fram að þessir útreikningar miðast við sama fóðurgildi þurrefnis i fóðurleifum og mælt var i heyinu, þar sem fóðurgildisákvarðanir leifanna lágu ekki fyrir. Gæti þetta haft litilsháttar áhrif sérstaklega fyrir FL I þar sem leifar eru méiri. 2) Þþíigi ánna_og holdasti£. Eins og að líkum lætur urðu verulegar breytingar á þunga ánna og eru þær breytingar skýrðar á mynd 2. Þar sést að ærnar i flokk II léttast ekki fyrr en i mars, en hinar vel fóðruðu bæta stöðugt við sig. Við vigtun 10. april er munur milli flokkanna orðinn 7.4 kg/en eftir 17. april var báðum flokkum gefið jafnt fram að burði. Holdastig voru gefin við flestar vigtanir. ÞÓ stigin hafi verið þau sömu i nóvember í báðum flokkum, voru stigin 0.25 lægri í febrúar i FL I, jafnframt höfðu ærnar i þeim flokki bætt við sig litið eitt i þyngd miðað við FL II/ En i lok tilraunaskeiðs var munúrinn 0.61 stig; ær i flokki I höfðu 3.48 stig að meðaltali, en ær i flokki II 2.87. Til glöggvunar eru i töflu 1 sýnd meðaltöl þunga og holdastiga i báðum

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.