Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 42
92
milli flokkanna nær enginn. Þó fallþungatölur skuli takast meö varúð eru
sterkar líkur aö FL II hafi vinninginn,því að þær ær sem voru teknar úr
hvorum flokki í tilraunir fengu svipaða meðferð.
5) Hacjfræðilegar hugleiðingar^
Ekki er úr vegi að gera sér í hugarlund hvort þessi mismunur í fóður-
notkun hafi nokkur áhrif að marki á afkomu sauðfjárbóndans. Ef munurinn
frá 0.41 til 0.60 FE væri notaður sem grundvöllur útreikninga,gæti dæmið
litiö þannig út:
Dæmi I.
0.19 FE í 76 daga. Verð pr. FE, 120 kr.
Alls eru sparaðar um 14 FE á kind = 1.680.- kr.
Á 400 kinda fjárbúi = 672.000.- kr.
Ef mióaö er við þau tilfelli er fóðrað er nokkuð yfir fóðurþörfum, eða um
það bil 0.75 FE, verður útkoman eftirfarandi:
Dæmi II.
0.34 FE í 76 daga. Verð pr. FE, 120 kr.
Alls er sparnaður um 26 FE á kind = 3.120.- kr.
Á 400 kinda fjárbúi = 1.248.000.- kr.
Þessir útreikningar miöast við 400 fullorðnar ær, og er þetta því nálægt
þeirri bústærð sem oft er nefnd vísitölubú (440 ærgildi). Er Xjóst að sé
fóðrið metiö á því verði er að framan greinir, er hagur umtalsverður. í
þessum dæmum er ekki tekið tillit til afurða.
YFIRLIT.
Fátt bendir til aó hagkvæmt sé aó fóðra ær um eða yfir viðhaldsþörfum
á miðhluta meðgöngutíma fremur nokkuð minna, þ.e. undir þarfastöðlum (0.6
FE/dag f. viðhald).
Samt skulu menn hafa í huga að ástand ánna að hausti getur þó sett höml-
ur á slíka fóðrun. Ekki er hægt að ráðleggja neinum að viðhafa slíka "undir-
fóðrun" nema ærnar séu í viðunandi holdum og hafi af einhverju að taka, þar
sem ljóst er af þeim mælingum sem gerðar voru í þessari tilraun, að með slíka
undirfóðrun nota ærnar nokkuð af vefjaforða líkamans. Hins vegar verður að
gera mönnum ljóst, að betra er að spara við ærnar á þessum tima vetrar en
verða heylaus síðustu vikur meðgöngutímans, þegar aldrei má spara fóður.
Afurðir virðast haldast svipaðar og gefa jafnvel vísbendingu um aiiknar
afurðir eftir undirfóðrun yfir miðjan meðgöngutímann. Þó ber að túlka þessa