Ráðunautafundur - 12.02.1980, Síða 46

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Síða 46
96 Að beiðni Markaðsnefndar landbúnaðarins lagði ég fram til- lögu s.l. sumar um þær aðferðir, sem virtust helst koma til greina við framleiðslu á vetrarlömbum fyrir „páskamarkað" og athuganir sem gera þyrfti á þessu sviði. Var við það miðað, að athuganirnar féllu sem best að venjulegum búskaparháttum og jafnframt, að kostnaði við þær yrði haldið í lágmarki. Aðstaða fékkst á Gunnarsholtsbúinu á Rangárvöllum, og verður hér greint frá framvindu þeirrar athugunar, sem ráðist var £ samkvæmt til- lögum mínum í ágúst 1979 og ég hef umsjón með. IV. Fang £ ágúst, burður í janúar Þrját£u og fjórar ær (24 hv£tar og 10 mislitar) voru tekn- ar til svampameðferðar 3. ágúst, 14 geldær, flestar veturgamlar + 20 mylkar ær, og voru lömbin þá færð frá þeim. Svamparnir voru teknir úr ánum 16. ágúst (engin tapaði svampi úr sér), og júgur á þeim mylku voru skoðuð. Reyndust þau heilbrigð, en mjólkað var úr tveim ám. Nú voru ærnar sprautaðar £ vöðva með PMSG frjósemishormónum, annar helmingur hópsins með 750 alþjóða- einingum, eins og ærnar £ frumathuguninni á Hvanneyri 1977, en hinn með 500 alþjóðaeiningum. Innsprautun á PMSG annaðist Þor- steinn Ólafsson dýralæknir. Hormónarnir fengust endurgjalds- laust sem framlag til tilraunarinnar, progestagen svampar frá Lyf S.f. (Veramix - Upjohn) og PMSG frá G. ólafsson h.f. (Antex Leo). Farið var með hrút £ ærnar fyrir hádegi 18. ágúst og voru þær þá byrjaðar að beiða. Allar ærnar gengu, og hleypt var til þeirra siðdegis, nema einnar, sem var blæsma að morgni 19. ágúst, en þá var flestum ánum haldið aftur. Notaðir voru 8 hrútar, 5 hv£tir og 3 mislitir, hver á 2-7 ær, og sýndu þeir allir eðlilega en þó mismunandi sterka kynhvöt. Að loknum til- hleypingum var ánum sleppt aftur á túnið, sem þær höfðu verið á frá 3. ágúst, en hrútarnir voru fluttir aftur £ s£na girðingu. Þrjár ær fórust afvelta, sú fyrsta seint £ ágúst, önnur um miðj- an nóvember og sú þriðja um miðjan desember. Ekki var vitað hvort þær tvær fyrstnefndu höfðu fest fang, en sú siðastnefnda var geld og er talin með iuppgjöri. Ærnar gengu á ræktuðu landi og voru teknar úr fénu á búinu þegar það var tekið á gjöf seint £ nóvember. Þær vógu að meðaltali 71.3 kg þann 26. nóvem- ber ( 57-83 kg) , voru holdgóðar, og þá var farið að ræta undir þeim flestum. Skömmu fyrir jól voru ærnar fluttar £ það hús, sem þeim var ætlað um burðartimann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ráðunautafundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.