Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 48

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 48
98 RAÐUNAUTAFUNDUR 1980 SELENRANNSÓKNIR Guðný Eiríksdóttir Tilraunastöð háskólans í meinafræði I. Inngangur. Frá árinu 1934 hefur Selen (Se), sem eiturefni verið bændum á fáum stöðum erlendis áhyggjuefni. Se-eitrun orsakast af því að skepnur éta jurtir sem í er mikið af lífrænum Se-efnasamböndum. Til eru hinar svo- kölluðu Se söfnunarjurtir af ættkvíslunum Astragalus og Stanleya. Ef skepna étur þær drepst hún innan 24 stunda. Eituráhrif verða vegna þess að Se fer inn í efnasambönd í stað brennisteins (S) , og truflar þannig eðlilega starfsemi lífverunnar. Se í gróðri fer annars vegar eftir því hversu mikið Se er að finna í jarðveginum og hins vegar eftir því í hvaða ástandi það er. 1 súrum jarðvegi myndar Selen torleyst efnasambönd og er þá ekki nýtanlegt jurtum. En í alkalískum jarðvegi eru selensambönd auðleyst og nýtanleg jurtum, en þar sem er rigningasamt geta þessi selensambönd þvegist burtu. Árið 1957 var uppgötvað að Se er nauðsynlegt snefilefni. Se skortur kemur fram á mismunandi hátt í ýmsum dýrategundum, en eitt er þó sameigin- legt, þ.e. vöðvaskemmdir. í rannsóknum á Se skorti koma í ljós náin tengsl E-vítamíns og amínosýra sem í er S. Síðan hefur verið staðfest, að Se er bundið ensíminu glutathíón peroxídasa (1). Ensímið virkar á peroxíð, sem myndast við eðlilegt niðurbrot efna í frumum t.d. fituefna og eyðir ensímið þannig skaðlegum áhrifum peroxíðanna. Glutathíón er annað hvarfefni ensímsins. Á mynd 1 sést hvernig E-vítamín og S-aminó- sýrur tengjast starfsemi ensímsins og þá einnig Se í dýrum. E-vítamín kemur í veg fyrir niðurbrot á ómettuðum fituefnum og S-amínósýrur eru i glutathíóni. Sýnt hefur verið fram á tengsl Se við önnur ensím og efni í frumum og á eflaust fleira eftir að koma i ljós i sambandi við starf- semi Se i lifverum. Eins og mörg önnur nauðsynleg snefilefni liggja þarfa- og eitur- mörk Se mjög nálægt hvort öðru (tafla 1). Þess vegna þarf að fara varlega i það að bæta Se i fóðrið.

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.