Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 51

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 51
101 Bandaríkjunum. Hafa þær allar sína kosti og galla. Reyndur hefur verið Se-áburður og gefist misvel, en áhrifin hafa ekki verið nógu langvarandi. Se-kögglar hafa verið settir í vömb. Þeir duga i 1-2 ár, þar sem þeir haldast i vömbinni sem þó verður misbrestur á. Tilraun með notkun Se-köggla hefur veriö gerð undanfarin 2 ár undir stjóm ÞÓrarins Lárussonar og verða niðurstöður væntanlega birtar innan skamms. Önnur leið sem farin hefur verið er að blanda Se út i fóöurbæti, allt að 0.1 ppm. Þetta er gert víða á Norðurlöndunum. Hér á landi væri e.t.v. hægt að nota fiskimjöl meira til að koma i veg fyrir Se-skort en gert er (4), en i loðnumjöli er um 1 ppm Se (tafla 3). Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til þess að kanna hvort þetta Se sé i nýtanlegum samböndum og hvort það sé í jafn miklu magni í öllum fiskimjölstegundum. Eitt aðalvandamál rannsókna á stiuskjögri er að aðgreina þátt Se og E-vítamíns til va.rnar gegn sjúkdómnum. Óbeinar mælingar á Se i blóði eru auðveldar af þvi að samband er á milli Se-magns í blóði og glutathion peroxidasa virkni. Se-mælingin er mjög timafrek og þvi dýr, en ensim- mælingar eru miklu fljótlegri. Baldur Simonarson á Keldum hefur hafiö mælingu á glutathíón peroxídasa virkni og E-vitamini í blóði. Með mælingum á Se og E-vitamíni i blóði skepna og um leiö Se i fóðrinu ætti að fást enn betri mynd af Se búskap sauöfjár að vetrarlagi. Þetta ætlum við að gera i vetur í samstarfi við Hvanneyrarmenn. Einnig fer fram könnun á Se i blóði mera i vetur, en rannsóknir á kálfum verða að biða betri tima. Er því meginhluta undirbúningsvinnu í sambandi við Se-mælingar á íslandi lokið. Á því á næstu árum að vera hægt að kanna til nokkurrar hlitar, hversu alvarlegur Se skortur reynist i búfé hér á landi. Heimildir. 1. Flohe, L. , W.A. Gúnzler, H.H. Schock, FEBS Lett. 1973, 32, 132-134. 2. Kaljonen, T. Bull.Geol.Soc.Finland. 1973, 45_, 9-22. 3. Westermark, T. P. Raunu, M. Kirjarinta, L. Lappalainen, Acta Pharmacol.et.toxicol. 1977, 40, 465-475. 4. Lunde, G., S.A. 0degaard. Nord.Vet.Med. 1972, 24, 484-491.

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.