Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 54

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 54
104 rannsaka fleiri snefilefni af flokki þungmálma af túnum þar sem skeljasandur er mikill þáttur i jarðveginum. Slík tún eru sums staðar á Mýrum vestur og Snæfellsnesi sunnanverðu, við norðanverðan Breiðafjörð og allt norður í Amarfjörð. Gunnl. Júlíusson safnaði heysýnum af mörgum bæjum þar sem er skeljasandsjarðvegur og sendi okkur. Einnig voru þessi sömu snefilefni rannsökuð úr kölkunartilraunum á Hvanneyri og Stakkhamri úr sýnum sem Friðrik Pálmason kennari á Hvanneyri góðfúslega lét í té og svo einnig á 25 sýnum öðrum víðs vegar af landinu úr beitartilraunum. Þau fengum við frá RALA vegna góðvildar Ólafs Guðmundssonar og Andrésar Arnalds. II. Niðurstöður. Kopar. Víða er lítið af kopar í íslensku grasi. Ekki hafa verið gefin upp erlendis ákveðin þarfamörk handa búfé fyrir þetta efni. Slík mörk eru mjög háð súlfati og molybdeni £ grasi og geta því legið á bilinu 1-15 ppm (7). Lægstu gildin i þessari rannsókn voru 1.3 og 1.4 ppm í sýnum úr Álftaveri og af Auðkúluheiði. Koparskortur er þekktur hér á landi á fjörubeitarbæjunum og hefur líka stungið sér niður á stöku bæ víða um land, bæði í sauðfé og nautgripum. Krufningar, koparmæling á lifrum og blóði á Keldum staðfesta það. Kóbalt. Minnst reyndist vera af kóbalti í sýnum af skeljasands- túnum og er sá munur raunhæfur hvort heldur niðurstöðumar á Hvanneyri eða úr beitartilrauninni eru bornar saman við sýni af skeljasands- túnunum. í Ástralru er það vel þekkt að á strandsvæðum þar sem skelja- sandur er í jarðveginum að skepnur liði af kóbaltskorti. Talið er að 0.11 ppm sé lágmark í fóðri handa lömbum og 0.08 ppm handa fullorðnum skepnum (7). Lægsta gildið sem mælt var í þessari rannsókn var 0.02 ppm. Eins og fyrr getur hefur áður komið í ljós að kóbalt er víðast nóg miðað við þarfir skepna nema á skeljasandstúnunum (7). Jám. Ekki var raunhæfur munur á magni jáms i grasi af skelja- sandstúnunum og tilrauninni á Hvanneyri, en munurinn er hins yegar raunhæfur ef borin eru saman jámgildin úr beitartilraununum og af skeljasandstúnunum. Járn í grasi mældist vera mjög mismikið. Skýringin er sennilega sú að mjög mikið er af jámi í íslenskum jarðvegi og getur því lítil jarðvegsmengun aukið járnið í sýnunum mikið. Sérstök hætta er á þessu á troðnu beitilandi. Tilraunir með lömb gefa til kynna að 10 ppm jám i fóðrinu sé of lítið og að lágmarksþörf sé sennilega 25-40 ppm. Ef marka má þessar

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.