Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 61

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 61
111 LÚpínan getur skilað af sér mikilli uppskeru án áburðargjafar eða um 60-80 hestburði þurrefnis á hektara við góðar aðstæður og auk þess breytt ófrjóu landi í frjótt eða ógrónum mel í algróið land á tiltölulega skömm- um tíma. Einnig getur lúpínan gert mikið gagn sem áburðarframleiðandi í skógrækt. Áburðarverð hefur hækkað mikið á síðustu árum og ekki er fyrir- sjáanlegt annað en að áburður eigi eftir að hækka mikið í verði enn. Það er því til mikils aó vinna að takast megi að leysa þau vandamál sem fylgja ræktun lúpínunnar í stórum stíl hið allra fyrsta. Hve langan tíma það tekur fer hins vegar eftir því hvaða áhersla verður lögð á þetta verkefni, en með nægum mannafla og fjármunum er ekki fjarri að ætla að fræ af alka- loidlausri alaskalúpínu geti verið á markaði innan tíu ára. Gagnvart not- kun til landgræðslu skiptir alkaloidinnihald lúpínunnar ekki verulegu máli og því um einfaldara kynbótaverkefni að ræða, að þróa lúpínuna til upp- græðslu í stórum stíl. Hér á undan hefur aðeins verið dreþið lauslega á meginniðurstöður rannsókna þeirra sem gerðar voru á lúpínu 1979. Niðurstöður rannsóknanna verða hins vegar birtar í heild í fjölriti Rala sem kemur væntanlega út í marsmánuði 1980. Fjölritiö mun skiptast 1 eftirfarandi meginkafla eftir markmiðum rannsóknanna: - Tilraunir með gerilsmitun. Sáðmagnstilraunir. Áhrif áburðar og niðurfellingar fræs við sáningu. Tegundir og stofnar af lúpínum. Beit á alaskalúpínu. - Vistfræðiathuganir. Þróun aðferða við "alkaloid" mælingar. Ýmsar rannsóknir. • Notkun alaskalúpínu til þilplötugerðar. • Hugleiðingar um notkun einærra lúpínutegunda til kornframleiðslu. • Áhrif sambýlis við alaskalúpínu á trjávöxt.

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.