Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 62
112
RÁÐUNAUTAFUNDCJR 1980
ÞRÓUN MANNAFLA OG FJÁRMAGNS TIL RANNSÓKNA
Gunnar Björn JÓnsson
Rannsóknaráöi ríkisins
1. Inngangur
Reglubundinn þáttur í starfsemi Rannsóknaráðs ríkisins er að
láta fara fram athuganir á stððu vísindalegra rannsókna og þróunar-
starfsemi. Fyrsta athugunin var framkvæmd af Steingrími Hermannssyni
og Glúmi Björnssyni og náði til ársins 1957, og á grundvelli fjárlaga,
ríkisreikninga og ársreikninga aukin svo hún spannaði tímabilið 1950-60.
Niðurstöður þessarar athugunar birtust í skýrslunni "Þróun rannsókna og
tilrauna á íslandi 1950-1960". Næsta athugunin náði til ársins 1966 og
var sú kðnnun lögð til grundvallar yfirliti um þessi málefni, sem náði
frá 1961-1971. Þær niðurstöður voru ræddar á ráöstefnu, sem haldin var
á vegum vísindanefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar i París (OECD)
um visindastefnu íslendinga. Þriðja aðalkönnunin var framkvæmd 1971 og
hefur farið fram athugun hjá Rannsóknaráði siðan á tveggja ára fresti.
Sú könnun var öllu itarlegri en fyrri kannanir. Starfslið rannsókna-
starfseminnar var nú athugað nákvæmlega. Ennfremur voru hugvisindi tekin
með i fyrsta sinn. SÍðasta athugun Rannsóknaráðs nær til ársins 1977.
Það eru þvi til samfelldar tðlur um fjármagn til rannsókna og þróunar-
starfsemi á sviði raunvísinda frá 1950-1971, og með tveggja ára milli-
bili fyrir hugvisindi og raunvisindi frá 1971-1975.
Skilgreinlng
Til að tryggja það að samanburður milli landa sé raunhæfur hefur
OECD lagt mikla áherslu á að skilgreiningar séu eins hjá öllum meðlima-
löndum og hugsanlegar túlkanir á vafaatriðum þvi i lágmarki. Með
þetta i huga var gefin út bók, svokölluð "FRASCATI" handbók, sem notuð
er við þessar kannanir.
Hér á landi er notkun orða og hugtaka i sambandi við rannsóknir
og þróunarstarfsemi nokkuð á reiki. Almennt virðist orðið rannsóknir