Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 67

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Side 67
117 í töflu 8 er gerö tilraun til aö reikna út hundraðshluta af vinnslu- viröi meginatvinnuvega landsins, sem varið er til rannsókna og þróunar- starfsemi. Orkuframleiöslan er þar meðtalin vegna mikilvægis hennar, en til þeirra rannsókna virðist varið langsamlega mestu hlutfallslega, eða 6,29 af hundraði vinnsluvirðis orkuframleiðslunnar. Þa koma rann- sóknir á sviði landbúnaðar með 3,25 af hundraði og síðan fiskveiðar með 2,42 af hundraði. Rannsóknir á sviði fiskvinnslu, iðnaðar og bygg- ingariðnaðar og mannvirkjagerðar eru hlutfallslega langtum minni og ná í engu tilfellanna 0,3 af hundraði vinnsluvirðis þessara atvinnugreina. Ef meta skal hvaða hlutfall r og þ gæti talist eðlilegt fyrir atvinnugrein verður að líta á eöli og uppbyggingu atvinnugreinarinnar. Þegar um sérstaka innlenda aðstöðu eða innlent hráefni er að ræða, er Ijóst að veruleg rannsóknastarfsemi er nauðsynleg. Þetta kemur t.d. í ljós á sviði orkuframleiðslu, landbúnaðar og sjávarútvegs. í þeim greinum má segja að ástandið sé hvað best. Hins vegar styðst byggingariðnaðurinn einnig við talsvert af innlendu hráefni og virðist mikill skortur á rannsóknastarfsemi á þessu sviði. Svipað má segja um iðnaöinn, þó að hluti af iðnaðinum sé bæði smár og byggi á aðfluttu hráefni og þekkingu. Annar hluti iðnaðarins byggir hins vegar á innlendu hráefni og aðstæðum, t.d. ullariðnaðurinn, sútun, lagmetisiðnaðurinn, svo eitthvað sé nefnt. Vafalaust er á þeim sviðum þörf á mjög auknum innlendum rannsóknum.

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.