Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 78
128
langtímaáatlunar um r og þ starfsemi. Tilgangur Rannsóknaráðs með þessari
langtímaáætlanagerð er eftirfarandi:
1. Að tengja betur r og þ starf við þjóðfélagsmarkmið.
2. Að skilgreina vandamál - tækifæri og viðhorf, sem r og þ starfsemin
þarf að fást við.
3. Leggja grundvöll að efnislegri umfjöllun um fjárveitingabeiðnir
rannsóknastarfseminnar, þ.e. fjárveitingar byggist á mati á þörfum
og arðsemi rannsókna.
4. Að bæta nýtingu fjármagns og mannafla með:
- betri tengslum starfs við markmiö
- betri skilgreiningu verkefna
- skarpara mati á árangri
5. Efla og auka rannsókna- og þróunarstarfsemi á sviðum sem talin
eru þjóðhagslega hagkvæm/gagnleg.
6. Auka upplýsingamiðlun - samskipti milli þeirra, sem um rannsókna-
málin fjalla - skapa víxlverkan mismunandi hugmynda.
6. Gerð léuigtímaáætlunar
Eftirfarandi mynd sýnir meginþrepin í gerð langtímaáætlunar. Starfiö
hefst með könnun eða spám um þróun megingreina atvinnulífsins og jafn-
framt með greiningu þjóðfélagslegra markmiða. Að fengnum umsögnum um
endurskoðun þróunarspánna og eftir rmiræður um þjóðfélagsleg markmið eru
gerðar áætlanir um hvert svið rannsókna sem tengist megingrein atvinnulifs.
7. Meðferð fjárveitingabeiðna
Á grundvelli langtímaáætlunar og árlegra fjárveitingabeiðna frá
rannsóknastofnunum, er svo rætt um málefni hverrar rannsóknastofnunar
fyrir sig, fyrst með samráði rannsóknastofnana og viðkomandi ráðuneytis,
en síðan á vettvangi Fjárlaga- og hagsýslustofnunar með þátttöku rann-
sóknastofnana, viðkomandi fagráðuneytis, Rannsóknaráðs ríkisins og full-