Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 85

Ráðunautafundur - 12.02.1980, Page 85
135 leyti sem stofnunin loks kemst yfir þröskuld skuli vera til menn sem í fullri alvöru vilja kljúfa hana upp í smáeiningar og dreifa henni um landiö. Gera menn sér ekki grein fyrir að mörg af stærri rannsóknaverkefnum stofnunarinnar eru þannig vaxin að þau er aðeins unnt að leysa af samstilltum hópi vísinda- manna og margbrotnum og dýrum tækjakosti. Ef tækjakostur sá, sem nú er til á að nýtast að fullu þurfa margir að geta haft aðgang að honum. Ef öllu ætti að skipta upp þyrfti að kaupa fjöldann allan af dýrum útbúnaði til allra aðila, sem stunda rannsóknir og rannsóknastarfsemin yrói lítt annað en fálm. Rannsóknakostnaður myndi hækka úr öllu valdi. Minna má á að núverandi stærð Rannsóknastofnunar landbúnaðarins er þó ekki nema eins og meðaldeild í sambærilegxim stofnunxim nágrannaþjóðanna. Ekki verður farið fleiri orðum um starfsemi Rannsóknastofnunarinnar því henni eigið þið eftir að kynnast nánar í eftirmiðdag. Stjóm RALA. Lögum samkvæmt skal stjórn Rannsóknastofnunarinnar vera skipuð 3 mönn- um og 3 til vara. Landbúnaóarráðherra skipar formann án tilnefningar. Búnaðarfélag íslands kýs einn mann og tilraunaráð annan. Sömu aðilar til- nefna varamenn. Fyrstu stjórn skipuðu: Jónas Pétursson, formaður Halldór Pálsson Pálmi Einarsson. Frá 1974 hafa þessir skipað stjórn: Bjarni Arason, formaður Ásgeir Bjarnason Jóhannes Sigvaldason. Núverandi stórn er skipuð til ársloka 1981. Stjómin heldur fundi að jafnaði einu sinni í mánuði. Auk þess er haft samband vió formann þegar þurfa þykir og fær hann afrit af flestum mikilvægum bréfum. Tilraunaráð. 1 lögunum um Rannsóknastofnunina segir í 33. gr.:"Við Rannsóknastofnun landbúnaðarins er tilraunaráð." Síðan er getið hverjir skuli tilnefna fulltrúa í ráðið. 1 lögunum er gert ráð fyrir 13 manna ráði, en heimildar- ákvæði er um að fjölga megi í ráðinu og hefur þessu ákvæði verió beitt þrisvar, þannig að nú eru meðlimir ráðsins 16.

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.