Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 11
3
RAÐUNRUTRFUNDUR 1998
Landbúnaðarstefnan og búvörusamningar
Guðmundur Stefánsson
Bœndasamtökum íslands
INNGANGUR
Atvinnuvegum landsmanna þarf að marka skýra stefnu til að þeir geti starfað markvisst, nýtt
sem best þær auðlindir sem þeir hafa til ráðstöíunar og skilað sem mestum arði til þeirra sem
að þeim starfa og til þjóðarbúsins í heild. Mikilvægt er að stefnan sé í sátt við almannavilja,
að hún eigi sér skírskotun í réttlætis- og siðferðiskennd almennings og ekki síst að hún standi
vörð um þjóðarhag. Þá er mikilvægt að stefha stjórnvalda sé ljós öllum almenningi og við-
komandi hagsmunaaðilum þannig að enginn þurfi að velkjast í vafa um hvert skuli halda.
Þegar teknar eru stefnumarkandi ákvarðanir skarast mismunandi hagsmunir og því er
eðlilegt að ágreiningur verði. í málefnum sjávarútvegsins eru t.d. flestir sammála um þá
meginstefnu íslenskra stjórnvalda að vernda eigi fiskistofnana gegn ofveiði með veiðitak-
mörkunum. Hins vegar greinir menn á um hvort hér eigi að vera veiðileyfagjald, hvernig eigi
að skipta veiðiheimildum milli veiði- og vinnsluaðferða, hve mikið eigi að veiða o.s.ffv.
Um landbúnaðinn er einnig ágreiningur. Stefna stjórnvalda er að þjóðin eigi að vera
sjálfri sér næg um þær búvörur sem staðhættir bjóða upp á að ffamleiddar séu hér á landi,
stjórnvöld hafa styrkt sérstaklega nautgriparækt og sauðfjárrækt og reynt hefur verið að
tryggja að þeir sem stunda landbúnað búi við svipuð kjör og aðrar sambærilegar starfsstéttir.
Um allt þetta er allgóð samstaða, en meiri ágreiningur um framkvæmdina. Menn greinir á um
hvort kvótakerfi eigi rétt á sér og þjóni einhverjum gagnlegum tilgangi, menn greinir á um
hvort opinber stuðningur við landbúnaðinn, og þá einkum ákveðnar greinar hans, sé réttlætan-
legur og menn greinir á um verðlagskerfi landbúnaðarvara. Stefna stjórnvalda hefur í öllum
megin atriðum verið mótuð í samráði og samvinnu við samtök bænda og hin síðari ár hafa
aðilar vinnumarkaðarins einnig komið að þessu starfi.
STEFNAN FRAM TIL 1960
Setning afúrðasölulaganna árið 1934 lagði grunninn að þeirri stefnu sem nú er fylgt í land-
búnaði. Með þeirri lagasetningu var komið á opinberri verðlagningu mjólkur- og sauðfjáraf-
urða, vinnslu og sölu afúrðanna veitt í ákveðinn farveg og viðurkennt að bændur gætu beitt
samtakamætti sínum í kjarabaráttu sinni, rétt eins og verkalýðurinn gerði með verkalýðs-
félögunum.
Árið 1947 setti Alþingi lög um Framleiðsluráð landbúnaðarins og sú lagasetning mark-
aði að ýmsu leyti tímamót. Þá var öllum afurða- og verðlagsmálum landbúnaðarins þjappað
saman undir eina stjórn og frjálsum samtökum bænda, Stéttarsambandi bænda sem stofnað