Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 12
4
var árið 1945, fengin stjórn þessara mála í hendur. Þá var því einnig slegið föstu að bændur
skyldu hafa sambærileg laun og ákveðnar stéttir þjóðfélagsins.
Sú löggjöf sem hér hefur verið nefnd markaði stefnuna í landbúnaðarmálum næstu ára-
tugina. Ríkisvaldið reyndi eftir því sem við var komið að tryggja kjör þeirra sem landbúnað
stunduðu með lagasetningu jafnframt því sem bændur voru hvattir með fjárframlögum til
framfara og ffamleiðsluaukningar. í því skyni var lögum um búfjárrækt og jarðrækt breytt,
bændum tryggð aðstoð við verklegar ffamkvæmdir og leiðbeiningaþjónustan efld. Af annarri
stefnumótandi löggjöf ffá þessu tímabili má nefna nýbýlalögin frá árinu 1936 og í ffamhaldi
af þeim lög um Landnám ríkisins ífá árinu 1946 en með þeirri löggjöf var hvatt til búsetu í
sveitum. Fyrir tilstilli Landnáms ríkisins voru fyrstu tuttugu árin eftir stofnun þess stofnuð
nærri eitt þúsund nýbýli.
ÚTFLUTNINGSBÆTUR
Á árunum fyrir 1960 hófst affur útflutningur kindakjöts og styrkti ríkissjóður þennan út-
flutning með hliðstæðum hætti og útflutningur sjávaraförða var styrktur á þeim tíma. Um
svipað leyti hófst einnig útflutningur mjólkurvara, þó í minna mæli en sauðfjáraförðir. Árið
1959 var lögunum um Framleiðsluráð landbúnaðarins breytt og voru þá sett í þau ákvæði um
að landbúnaðurinn fengi greiddar úr ríkissjóði útflutningsbætur sem næmu allt að 10% af
heildarverðmæti búvöruframleiðslunnar. Þessar útflutningsbætur voru m.a. hugsaðar sem
nokkurs konar viðurkenning á því að gengi krónunnar var miðað við aðra hagsmuni en hags-
muni landbúnaðarins, bætur fyrir að bændur afsöluðu sér að nokkru eigin forræði í verðlags-
málum og þeim var ekki heimilt að velta halla af útflutningi út í verðlag búvara innanlands.
Þessi lagasetning hafði veruleg áhrif á þróun búvöruframleiðslunnar. Framleiðslan jókst
jafnt og þétt og náði hámarki árið 1978. Þá var framleiðsla kindakjöts um 15.400 tonn en
framleiðsla mjólkur um 120 millj. lítrar. Á sama tíma var innanlandssala á mjólk um 100
millj. lítrar og sala kindakjöts um 9.800 tonn. Framleiðslu umfram innanlandssölu varð að
flytja á erlenda markaði. Innflutningur á kjarnfóðri jókst stórlega og nam árið 1970, þegar
mest var, um 70 þús tonnum.
Þegar leið á áttunda áratuginn var staðan sú að ríkisvaldið styrkti framleiðsluhvetjandi
framkvæmdir í sveitum, s.s. við byggingar og ræktun og greiddi bændum beina og óbeina
styrki til að þeir gætu framleitt búvörur til útflutnings. Bændur notuðu innflutt fóður til að
framleiða búvörur til útflutnings, en útflutningsverðið dugði illa til að greiða vinnslukostnað
afurðanna. Þrátt fyrir útflutningsbótaréttinn varð sífellt erfiðara að greiða bændum fullt verð
fyrir afurðirnar. Framleiðslustefnan sem hófst með setningu laganna árið 1959 átti greinilega
ekki lengur við.
FRAMLEIÐSLURÁÐSLÖGIN 1979
Vorið 1979 var lögunum um Framleiðsluráð landbúnaðarins breytt. I lagabreytingunni fólst
m.a. heimild til að leggja á kjarnfóðurgjald og ákveða mismunandi verð á búvöru til ffamleið-
enda, fullt grundvallarverð fyrir ákveðinn hluta en útflutningsverð fyrir það sem umffam var.
1