Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 13
5
Fleiri atriði er lúta að framleiðslustjórn voru í lögunum, þ.á.m. heimild til beingreiðslna, en
þær voru ekki nýttar. Hér var um grundvallarbreytingu að ræða, því að þótt í þessum lögum
væru ekki beinar heimildir til framleiðslutakmarkana voru þetta fyrstu ákveðnu skrefin sem
stigin voru í þá átt.
Á grunni þessarar lagabreytingar var búmarkskerfið tekið upp og settur á 200% kjarn-
fóðurskattur með allflóknum endurgreiðslureglum. Búmarkskerfið var í sjálfu sér ekki ffarn-
leiðslutakmarkandi, en það hafði ásamt kjarnfóðurskattinum þau áhrif, að úr framleiðslunni
dró og byrjað var að vinda ofan af þeim vandamálahnykli sem fram til þessa hafði undið upp
á sig og sífellt orðið stærri.
Þó að tekist hefði að stöðva framleiðsluaukninguna og draga nokkuð úr framleiðslunni
varð fljótlega Ijóst að þær ráðstafanir sem gripið hafði verið til dugðu ekki. Framleiðslan var
áfram of mikil til að unnt væri að greiða bændum fúllt verð fyrir framleiðslu innan búmarks,
jafnvel ekki þó að framleiðslan væri talsvert innan marka þess. Stuðningur við útflutnings-
bótakerfið í óbreyttri mynd fór þverrandi, enda vandséð að útflutningurinn ætti sér nokkrar
fjárhagslegar forsendur eins og staðan var orðin. Verðlagsárin 1984/85 og 1985/86 var fram-
leiðsla mjólkur rúmlega 111 millj. lítrar en sala mjólkurvara innan við 100 millj. lítra. Sömu
verðlagsár var framleiðsla kindakjöts rúmlega 12.200 tonn hvort ár, en salan 9.400 tonn
1984/85 og 9.200 tonn verðlagsárið 1985/86. í mjólkurframleiðslu var því umframframleiðsla
sem nam 10-13% og í kindakjötsframleiðslunni um 30%. Við þessar aðstæður var ljóst að
jafnvel þó að útflutningsbætur yrðu óbreyttar dygðu þær ekki og útflutningur skilað bændum
litlu eða engu. Ekki var þvf um annað að ræða en draga enn ffekar úr ffamleiðslunni og eins
og búmarkinu var beitt var útséð um að það eitt myndi duga til þess, ekki heldur þó að kjarn-
fóðurgjaldinu væri einnig beitt.
BÚV ÖRULÖGIN 1985
Segja má að með setningu búvörulaganna árið 1985 hafi verið grafinn dýpri sá farvegur sem
löggjafinn þegar hafði veitt landbúnaðinum í og samtök bænda samþykkt og átt fúlla aðild að.
I þessum lögum eru mörg stefnumarkandi ákvæði og má þar helst nefna 7. kafla laganna sem
beinlínis heitir: „Um stjórn búvöruframleiðslunnar". í þessum kafla er að finna ákvæði um að
ríkisvaldið tryggi með samningum fúllt verð til bænda fyrir ákveðið magn búvara en verð
verði skert fyrir ffamleiðslu umfram umsamið magn. Þá eru í lögunum ákvæði um hvernig
dregið verði úr útflutningsbótum ríkissjóðs en jafnframt veitt fjármagni í Framleiðnisjóð land-
búnaðarins til að mæta áhrifum samdráttar í framleiðslu mjólkur og sauðfjárafurða.
Á grundvelli þessara laga var fyrsti búvörusamningurinn gerður í ágúst árið 1985 og
svokallað fullvirðisréttarkerfi tekið upp. Með lögunum var lögfest sú stefna að aðlaga búvöru-
framleiðsluna innanlandsneyslu en jafnframt aðstoða bændur við að leita nýrra búgreina og
skjóta þannig nýjum stoðum undir atvinnulíf í sveitum landsins.
BÚVÖRUSAMNINGARNIR 1985 OG 1987
Fyrsti búvörusamningurinn á grundvelli Búvörulaganna frá 1985 var gerður síðla sumars árið