Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 14
6
1985. Aðalatriði samningsins voru að ríkissjóður ábyrgðist fullt grundvallarverð til bænda
fyrir 107 millj. lítra mjólkur og 12.150 tonn kindakjöts verðlagsárið 1985/86 og 106 millj.
lítra mjólkur og 11.800 tonn af kindakjöti næsta verðlagsár þar á eftir. Samningurinn gilti fyrir
þessi tvö verðlagsár og með honum hófst markviss aðlögun búvöruframleiðslunnar að innan-
landsmarkaði. Búvörusamningurinn sem gerður var árið 1987 var í meginatriðum framlenging
á samningnum frá 1985. Samningurinn var til fjögurra ára og gilti til loka verðlagsárs
1991/92. Ábyrgð ríkissjóðs lækkaði í 11.000 tonn af kindakjöti og 104 millj. lítra mjólkur. Á
þessum árum var árleg innanlandssala mjólkur og mjólkurafúrða um 102 millj. lítra en sala
kindakjöts 8-9.000 tonn. Nokkuð vantaði því á að jafnvægi væri komið á milli framleiðslu og
sölu búvöru, sérstaklega í sauðfjárræktinni.
BÚVÖRUSAMNINGURINN 1991
Búvörusamningur sem gerður var í mars 1991 var í ýmsu frábrugðinn fyrri búvöru-
samningum. Rætur þessa samnings liggja að nokkru leyti til gerðar almennra kjarasamninga í
febrúar 1990, svokallaðra þjóðarsáttarsamninga. í tengslum við gerð kjarasamninganna var
ákveðið að setja á stofii nefnd sem „setti fram tillögur um stefnumörkun, er miði að því að
innlend búvöruframleiðsla verði hagkvæmari og kostnaður lækki á öllum stigum ffam-
leiðslunnar; í rekstri bóndans, á vinnslu- og heildsölustigi og í smásöluverslun". í nefndinni
(sjömannanefnd) áttu, auk fulltrúa bænda og landbúnaðarráðuneytisins, sæti fulltrúar vinnu-
veitenda og verkalýðshreyfingar.
í upphafi samningsins, sem aðallega er samningur um sauðfjárframleiðslu, kemur fram
að markmið hans eru að stuðla að hagkvæmum og öflugum landbúnaði sem rekinn væri í sem
bestu samræmi við landkosti og æskileg landnýtingarsjónarmið, lækka vöruverð til neytenda,
koma á og viðhalda jafnvægi í framleiðslu og sölu mjólkur- og sauðfjárafurða og lækka opin-
ber útgjöld til þessara ffamleiðslugreina.
í samningnum eru teknar upp beingreiðslur úr ríkissjóði til sauðfjárbænda, hugtakið
greiðslumark innleitt í stað fullvirðisréttar og heimiluð viðskipti með það. Einnig var lögð á
bændur 2% hagræðingarkrafa haustið 1991 og 4% hagræðingarkrafa haustið 1992. Hugsan-
legur ávinningur af þessari hagræðingu átti ekki að falla til bænda, en næðist hann ekki sættu
þeir umtalsverðri kjaraskerðingu.
Stærsta breytingin ffá því sem verið hafði var þó að stuðningur ríkissjóðs við útflutning
búvara var felldur niður og verðábyrgð ríkissjóðs tók ekki lengur til fyrirffam ákveðins magns
mjólkur og kindakjöts, heldur tóku beingreiðslurnar til þess magns sem áætlað var að seldist
innanlands af þessum afúrðum. Þetta var mjög veigamikil breyting og færði bændur nær
markaðnum sem þeir voru nú beintengdir.
Samhliða gerð samningsins bauð ríkið upp á stórfelld uppkaup ffamleiðsluréttar og
lagði fram rúma tvo milljarða króna í því skyni að auðvelda hraða aðlögun sauðfjárfram-
leiðslunnar að innanlandsmarkaði.
Samningurinn gilti ffá 1. september 1992 til 31. ágúst 1998 og til staðfestingar honum
var búvörulögunum breytt snemma árs 1992.
J