Ráðunautafundur - 15.02.1998, Síða 17
9
taki þá við. Þannig er opnað fyrir þann möguleika að kvótakerfi í mjólkurframleiðslu verði
breytt eða það iagt niður, en í sauðfjárframleiðslunni má segja að fyrstu skrefin hafi þegar
verið tekin í þá átt.
Gert er ráð fyrir að þessi samningur taki gildi 1. september 1998 og gildi til loka verð-
lagsárs árið 2005. Samningurinn hefur enn ekki verið staðfestur, hvorki af bændum né Al-
þingi.
GATT-SAMNINGURINN
Aðild íslands að alþjóðlega tollasamkomulaginu (GATTAVTO) sem kennt er við Uruguay og
gekk í gildi 1. júlí 1995, er að sjálfsögðu stefnumarkandi fyrir íslenskan landbúnað. ís-
lendingar hafa gengist undir ákveðnar skuldbindingar og takmarkanir varðandi opinber fram-
lög til landbúnaðar og innflutningsbönn á búvörum eru afnumin en tollar komnir í staðinn.
Einnig hafa þeir skuldbundið sig til að heimila ákveðinn innflutning búvara (lágmarks-
markaðsaðgengi).
Opinber stuðningur við landbúnað á Islandi er enn mikill, en hann hefur tekið miklum
breytingum undanfarin ár og áratugi. Frá árinu 1991 til ársins 1996 hefur stuðningur við land-
búnaðinn minnkað um helming, eða úr 14 milljörðum króna árlega í 7 milljarða króna og hlut-
fall ríkisútgjalda til landbúnaðarmála lækkað úr 9,8% árið 1989 í 4,2% árið 1996. Þessar
breytingar eru þó fæstar tilkomnar vegna aðildar okkar að GATT. Vegna þess samdráttar sem
orðinn er í búvöruframleiðslunni hefiir það svigrúm sem íslensk stjórnvöld hafa til
stuðningsaðgerða fyrir landbúnaðinn enn ekki þrengst, en reikna má með auknum breytingum
í þá átt með nýju GATT samkomulagi innan fárra ára.
GATT samningurinn opnaði fyrir ffekari innflutning á búvörum en verið hafði. Hvað
varðar þær búvörur sem ekki höfðu áður verið fluttar inn, s.s. kjöt og mjólkurvörur, mun fyrst
um sinn eingöngu verða um innflutning skv. samkomulagi um lágmarksmarkaðsaðgengi að
ræða. Samkvæmt samningnum verður það 5% af innanlandsneyslu viðkomandi afurðar árið
2000.
LANDBÚNAÐARSTEFNAN OG BÚVÖRUSAMNINGAR
í hugum flestra er landbúnaðarstefnan stefna í framleiðslu- og verðlagsmálum, þ.e. þeim
þáttum sem hafa bein áhrif á hag bænda og neytenda og kosta ríkissjóð mest fjárútlát. Það er
þó ekkert síður mikilvægt að mörkuð sé skýr stefna á öðrum sviðum landbúnaðarins, s.s. á
sviði rannsókna og þróunar, menntunar og ffæðslu, leiðbeininga, landnýtingar, náttúruverndar
o.s.frv.
Lagasetningu um landbúnað ffam til 1960 var ætlað að skapa aukna atvinnu ört vaxandi
þjóð, búa þeim sem landbúnað stunduðu mannsæmandi kjör og ekki síst hvetja til aukinnar
framleiðslu búvara til að ffamboð á þessum vörum væri nægjanlegt fyrir þjóðina. Um 1960
var svo komið að þjóðin var orðin sjálfri sér nóg um helstu búvörur og má þá segja að því
tímabili, sem kalla mætti sjálfsþurftatímabil, væri lokið.
Næstu tvo áratugina tók við tímabil framleiðslu sem stjórnvöld ýttu mjög undir. Stefna