Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 18
10
stjórnvalda var að auka ræktun, bæta búfé, auka ffamleiðslu og tryggja fjárhagslega afkomu
bænda. Þessi stefna gekk fullkomlega eftir því aldrei hafa verið eins stórstígar ffamkvæmdir í
sveitum og aldrei hefúr verið ffamleitt viðlíka magn búvara hér á landi.
Á eftir ffamleiðslutímabilinu tók við 20 ára tímabil samdráttar. Einkenni þessa tímabils
eru takmarkanir, samdráttur, samningar og aðlögun. I búvörusamningunum koma fram helstu
atriði landbúnaðarstefnunnar sem nú er fylgt:
• Draga úr búvöruffamleiðslu og aðlaga hana innaniandsmarkaði.
• Draga úr ríkisútgjöldum til landbúnaðarmála.
• Auka hagkvæmni í framleiðslu og vinnslu búvara.
• Lækka verð búvöru til neytenda.
• Auka markaðs- og neysluvitund bænda.
• Takmarka eftir því sem kostur er innflutning búvara.
• Byggja upp ný atvinnutækifæri í sveitum.
• Kjör þeirra er stunda landbúnað verði í sem nánustu samræmi við kjör sambæriiegra
stétta.
• Að landbúnaður sé stundaður með tilliti til góðrar umgengni um landið og ábyrgrar
nýtingar náttúruauðlinda.
Þó að allgóð samstaða hafi verið um þá stefnu sem fýlgt hefúr verið í landbúnaði hefúr
einnig verið um hana nokkur ágreiningur. Gagnrýnt hefur verið hve miklum fjármunum ríkis-
sjóður ver árlega til landbúnaðarmála og hvernig þeim hefur verið varið. Landbúnaðarstefnan
er einnig sögð einangrunarstefna sem hindri eðlilega samkeppni sem aftur leiði til óhagkvæms
landbúnaðar og óeðlilega hás vöruverðs. Kvótakerfi og búvörusamningar eru einnig gagnrýnd
og sögð lögleiðing fátæktar og kotbúskapar þar sem bændur geti hvorki lifað né dáið. Síðast
en ekki síst heyrast raddir sem segja að kvótakerfið með tilheyrandi ríkisaðstoð mismuni
bændum, íþyngi skattborgurunum, sé brot á stjórnarskrá og komi í veg fyrir að ffamfarir verði
í landbúnaðinum.
Margt í þessari gagnrýni er erfitt að hrekja, en það þýðir þó ekki að hún þurfi að vera
rétt. Þau sjónarmið sem gagnrýnendur landbúnaðarstefnunnar setja ffam geta fyllilega átt rétt
á sér, rétt eins og sjónarmið þeirra er marka stefnuna. Landbúnaðarstefnan er í eðli sínu
pólitískt mál sem tekur mið af ríkjandi aðstæðum og tillit til mismunandi sjónarmiða. Henni
er að sjálfsögðu ætlað að verja heildarhagsmuni en um leið standa vörð um ákveðin þjóð-
félagsgildi sem ekki endilega lúta rekstrarlegum lögmálum. Landbúnaðarstefnan, búvöru-
samningar og aðrir þættir í ffamkvæmd stefnunnar verða því ekki mæld eða metin eftir
þröngri faglegri mælistiku. Matið hlýtur að velta á því hver metur og miðast við þau viðmið
sem hann sjálfur kýs.
Hvernig á t.d. að meta innflutningsverndina gagnvart því öryggi sem innlend búvöru-
framleiðsla skapar, bæði hvað varðar ffamboð, hollustu og heilbrigði? Hvernig á að meta
ríkisstyrki gagnvart þeirri verðmætasköpun og þeim félagslega ávinningi sem felst í búvöru-
framleiðslunni og búsetu í byggðum landsins? Og þegar litið er til landbúnaðarstefnunnar í
löndunum í nágreni okkar vaknar sú spurning hvort eðlilegt sé að ætla íslenskum landbúnaði