Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 25
17
En það er ekki aðeins innanlands sem regiugerðir hafa bein áhrif á rekstrarumhverfið.
Ahrif reglugerða á heimsviðskipi aukast í takt við að tollar lækka og er nú svo komið að
hindranir á formi mismunandi tæknilegra staðia og reglugerða er talin helsta torfæran sem
verður að leysa til að tryggja áframhaidandi vöxt í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Menn
óttast að stjórnvöld ýmissa landa freistist til að setja strangari staðla og regiugerðir, m.a. um
heilbrigði og öryggismál en eðlilegt getur talist, til að vega á móti lækkun tolla. Vinna sem nú
er í gangi við samræmingu og gagnkvæma viðurkenningu á stöðium er því talin eitt mikil-
vægasta framfaramálið í alþjóðaviðskiptum - bæði með landbúnaðar- og aðrar vörur. Þessi
vinna ætti að geta nýst íslenskum fyrirtækjum sem hafa til langs tíma orðið að sætta sig við að
mismunandi kröfur eru gerðar á hinum ýmsu mörkuðum, t.d. í ESB og USA.
En það eru fyrirtæki, en ekki stjórnvöld, sem eiga í viðskiptum sín á milli. Með tilkomu
nýrra og strangari staðla sem framleiðendur eða smásalar hafa sett, hafa opinberir staðlar í
mörgum tilvikum misst nokkuð af mikilvægi sínu. Gæðakerfi af ýmsu tagi eru nú orðin mjög
algeng og vex stöðugt fiskur um hrygg.
VIÐSKIPTI MEÐ LANDBÚNAÐARVÖRUR
Miklar kerfisbreytingar áttu sér stað með ffamkvæmd GATT samningsins, en raunbreytingar
urðu iitlar í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Jafnvel þótt tollar hafi komið í stað allra fyrri
viðskiptahindrana eru þeir í flestum tilvikum svo háir að aukinna viðskipta er ekki að vænta
fyrir lok samningstímabilsins (2000). Gert var ráð fyrir að skuidbindingar um útflutnings-
bætur myndu hafa áhrif strax í upphafi tímabilsins, en hækkun afurðaverðs á heimsmarkaði
hefur orðið til þess að minnka þörfina á útflutningsbótum. Að sama skapi er innanlands-
stuðningur meðal OECD þjóða yfirleitt ekki nálægt leyfilegum hámörkum. Það eina sem í
raun hefur haft bein áhrif eru innflutningskvótarnir sem hafa opnað fyrir minniháttar viðskipti
með nokkrar vörutegundir.
Óbeinu áhrifin eru samt e.t.v. mikilvægari en menn gera sér yfirleitt grein fyrir. í dag
verða tollar að vera innan vissra hámarka, og ailar aðrar innflutningshindranir eru bannaðar.
Viðskiptaumhverfið er þar með mun gegnsærra og skilyrðin fyrirsjáanlegra en áður gerðist.
Að auki hefur krafan um að sýna verði ffam á að viðskiptahindranir sem tengjast heilbrigði
plantna og dýra syðjist við vísindalegar sannanir, orðið til þess að aðildarríkin (ísland þar á
meðal) eru varkárari en áður við beitingu slíkra reglugerða. Ekki má gleyma að með nýjum
reglum um lausn deilumála hefur WTO loksins fengið í hendur verkfæri sem aðildarríkin geta
ekki hundsað eins og gerðist fyrir daga GATT samningsins.
Mér sýnist að ísland hafi staðið sig nokkuð vel í framkvæmd skuldbindinga sinna í
WTO - ef miðað er við önnur OECD lönd. Tollar fara lækkandi, útflutningsbætur hafa verið
afnumdar og innflutningskvótar eru álíka vel fylltir og gerist í nágrannalöndunum. Það er að-
eins innanlandsstuðningurinn sem virðist hafa vafist fyrir íslenskum stjórnvöldum, bæði hvað
varðar tiikynningar til WTO - þar sem flokkun á beingreiðslum vegna mjólkur og kindakjöts
hafa verið á reiki - en einnig við gerð samninga um beingreiðslur vegna sauðfjár og mjólkur.