Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 26
18
Ef litið er á stuðninginn út frá AMS aðferðafræðinni2 kemur í ljós að samkvæmt tii-
kynningu íslenskra stjórnvalda til WTO fyrir árið 1995 var innanlandsstuðningurinn nálægt
65% af leyfilegu hámarki. Þar er því um nokkuð svigrúm að ræða - en þó mun minna en hjá
flestum öðrum OECD löndum. Til viðbótar við umsamda 20% lækkun á samningstímabilinu,
má fastlega gera ráð fyrir að eitt af áhersluatriðunum í næstu WTO samningalotu verði áffam-
haldandi lækkun á innanlandsstuðningi. Þá má gera ráð fyrir að „bláa boxið“ verði afhumið.
Það er því miður að beingreiðslurnar til sauðfjárbænda hafi ekki verið hannaðar með þeim
hætti að þær flokkist ótvírætt í „græna boxið“ og séu þar með örugglega undanþegnar lækk-
unarskyldunni. Flest nágrannaríki hafa reynt að breyta stuðningskerfi sínu í þá átt að flytja
stuðning yfir í græna boxið meðal annars með því að leggja áherslu á stuðning við umhverfis-
og byggðamál.
Miklar umræður hafa orðið um hvort GATT samningurinn hafi verið valdur að hærra
heimsmarkaðsverði á kornvörum á undanförnum árum. Það eru sérstaklega innflytjendur mat-
væla meðal þróunarlanda sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum verðhækkunum og hafa
krafist þess að sérstakt tillit sé tekið til aðstöðu þeirra. í stuttu máli hafa sérfræðingar svo til
einróma komist að þeirri niðurstöðu að það hafi fyrst og ffemst verið litlar birgðir og léleg
uppskera sem hækkaði verðið. Nú eru verðin aftur á niðurleið eins og þessir sérfræðingar
spáðu og visst jafnvægi virðist hafa náðst.
Næsta samningalota, sem hefst fyrir árslok 1999, mun að líkindum halda áffam á sömu
braut og Uruguay lotan. Telja má sjálfgefið að áframhaldandi lækkun tolla og innanlands-
stuðnings verði meðal samningaatriðanna. Einnig má reikna með að hugmyndir um afnám út-
flutningsbóta verði upp á borðinu á nýjan leik. Afnám „bláa boxins" verður ein af helstu
kröfum Bandaríkjamanna (þeir segjast hafa komið sínum stuðningi í „græna boxið“). Þessari
kröfu er að sjálfsögðu fyrst og fremst beint að ESB, og stuðningi þess sem miðast við stærð
akurlendis og fjölda búfjár. Skýrari reglur um úthlutun innflutningsleyfa vegna innflutnings-
kvóta hefúr verið til umræðu frá upphafi samningstímabilsins, og verður án efa hátt á óska-
listanum hjá útflutningsþjóðum eins og Nýja Sjálandi og Astralíu.
Það tók hátt í áratug að ná samkomulagi í Uruguay lotunni, og það er því eðlilegt að
menn velti fyrir sér hversu langan tíma næsta lota gæti tekið. Því er haldið ffam að ýmis lönd
gætu orðið auðveldari í samningum ef ekki aðeins landbúnaðurinn og aðrir minni háttar
samningar verði upp á borðinu. Gera má ráð fyrir að með alsherjarsamningi, svipað og í
Uruguay lotunni, geti lönd ffekar veitt tilslakanir með landbúnaðarvörur, ef önnur svið opnast
á móti. Þetta gæti dregið viðræður á langinn, en þó er óhætt að gera ráð fyrir að næsta lota
taki mun styttri tíma en sú fyrri.
2 AMS = Aggregate Measurement of Support. Notað í Uruguay lotunni til að reikna stuðning við landbúnað.
Vissar tegundir stuðnings eru undanþegnar kröfunni um 20% lækkun á samningstímabilinu. Þessi stuðningur
er flokkaður í tvö box: „græna“ boxið (stuðningur sem tengist hvorki framleiðslumagni né framleiðslu-
þáttum), og „bláa“ boxið (stuðningur sem tengist framleiðslutakmarkandi aðgerðum og miðast við landstærð,
fjölda búfjár eða takmarkast við visst hlutfall af framleiðslu á viðmiðunartímabili).