Ráðunautafundur - 15.02.1998, Page 28
20
RAÐUNRUTRFUNDUR 1998
Vinna og vélakostnaður við heyskap - athugun á 23 búum
Daði Már Kristófersson
Rannsóknarstofriun landbúnaðarins
Og
Bjarni Guðmundsson
Bændaskólanum á Hvanneyri
INNGANGUR
Góð nýting búvéla byggist á nákvæmum upplýsingum um afköst hverrar og einnar. Þær auð-
velda vinnuáætlanir og skipulag vélvæðingar búanna þannig að þörf og afkastageta haldist í
hendur. Meðan fræðileg afkastageta er auðmæld og liggur vanalega fýrir liggja upplýsingar
um raunveruleg afköst við allar þær fjölbreytilegu aðstæður, sem upp geta komið, ekki eins
nákvæmlega fyrir. Það er umtalsverður breytileiki í vinnuaðstæðum, s.s. sléttleika og lögun
túna, breytileiki í eiginleikum þess sem unnið er með, s.s. uppskerumagni og þurrefnisinni-
haldi, mismunandi hæfni stjórnanda vélarinnar og breytileiki í mælikvarða afkastanna.
Tvær megin aðferðir eru til við að mæla afköst búvélanna. Annars vegar eru mæld virk
afköst í stuttan tíma þar sem ekki er tekinn með undirbúnings- og stillitími. Hins vegar eru af-
köst mæld yfir lengri tímabil og þá er öll vinna tekin með í reikninginn. Fyrri aðferðin mælir
hámarksafköst, sú síðari mælir heildarafköst og er mælikvarði á hæfni ökumanns, áreiðan-
leika vélanna og samhæfingu vélgengja. Til að ná hámarksafköstum yfir lengri tímabil þarf
rnikla hæfni ökumanns til að lágmarka óþarfar tafir, góða samhæfingu vélgengja og að vinnu-
tilhögun sé í samræmi við spildustærð og lögun (Witney 1988).
Afköst búvéla eru mikilvæg vegna árstíðasveiflna í vinnu og hversu háð veðri verkin
eru. Afköst eru hins vegar dýr því sú regla er nær algild að því afkastameiri sem vél er því
dýrari er hún, bæði í innkaupi og rekstri. Þessir þættir leggja til beins kostnaðar, þ.e. kostn-
aðar sem ffarn kemur í búreikningum. Óbeinn kostnaður vegna fráviks ffá heppilegasta tíma,
sk. kjörtímafráviks, t.d. við heyskap, er líklegur til þess að verða því meiri sem afköst eru
minni. Verkefni bóndans er að lágmarka samanlagðan kostnað vegna vélaútgerðar, bæði
beinan og óbeinan. Það gerir hann með fjárfestingastefnu sinni og með því að nýta afkasta-
getu vélanna. Þessi umfjöllun er innlegg í þá umræðu.
LÝSING Á EFNIVIÐ
Aðferð. við skráningu
Sumarið 1996 var gerð könnun á vinnu við heyskap hjá bændum á vegum Bændaskólans á
Hvanneyri að ffumkvæði nemenda við Búvísindadeildina. Bjarni Guðmundsson hafði umsjón
með framkvæmd könnunarinnar. Hún byggðist á því að 23 bændur fengu eyðublöð þar sem